Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentReykjavík Invitational frestað - „Keyrum á þetta þegar keppendur eru komnir í...

Reykjavík Invitational frestað – „Keyrum á þetta þegar keppendur eru komnir í gamla formið.“

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Reykjavík Invitational átti að fara fram á laugardaginn. Á mótinu áttu að vera 10 ofurglímur á dagskrá en eftir nýjustu sóttvarnarreglur yfirvalda hefur mótinu verið frestað.

Reykjavík MMA stendur að mótinu en þær Inga Birna Ársælsdóttir og Sunna ‘Tsunami’ áttu að mætast í aðalglímu kvöldsins. Mótið átti að vera í beinni á Youtube á laugardagskvöldið en verður frestað þar til stunda má íþróttir aftur hér á landi.

„Þetta voru mjög leiðinlegar fréttir þar sem það var búin að fara mikil vinna í að skipuleggja þetta. Allir keppendur voru líka búnir að vera æfa vel og leggja allt í undirbúninginn og mér finnst það eiginlega leiðinlegast. Fólk var byrjað að hvíla eftir grindið og orðið orkumikið og til í tuskið. Svo kom bara spennufall á miðvikudaginn,“ sagði Bjarki Þór Pálsson, formaður Reykjavík MMA.

Til stendur að finna nýja dagsetningu fyrir mótið um leið og íþróttastarf má hefjast aftur. „Öll þessi vinna fer ekkert og held að þetta sé bara tækifæri til að gera enn betur þegar það opnar aftur. Þá tökum við upp þráðinn og keyrum á þetta þegar keppendur eru komnir í gamla formið.“

„Annars er þetta bara eitthvað mót, það er margt annað sem er að gerast hjá fólki á þessum tíma sem er mikið alvarlegra þannig að ég reyni að spara það að vorkenna sjálfum mér og lít á þetta sem tækifæri. Annars vil ég bara þakka fyrir frábærar móttökur fyrir mótið. Mér finnst vera almennt góður fílingur í klúbbnum, mikil samstaða um að taka sportið okkar á næsta level og upplifi að við munum öll vinna að því í sameiningu.“

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular