Training Day, stundum kallað Interclub, verður haldið í Reykjavík MMA laugardaginn 6. apríl og er öllum félögum boðið að taka þátt. Þetta er í fimmta sinn sem Reykjavík MMA heldur upp á Training Day sem hefur orðið gríðarlega vinsælt meðal MMA iðkenda upp á síðkastið.
” Training Day er fullkominn dagur fyrir iðkendur sem vilja sækja sér keppnisreynslu inn í öruggu umhverfi. Þetta er sérstaklega gott fyrir nýliða sem vilja stíga inn í búrið og prófa að berjast fyrir framan áhorfendur. Hörð högg eru ekki leyfileg, því ætti hver þátttakandi að geta auðveldlega keppt oft yfir daginn í þeim greinum sem viðkomandi kýs.” Segir á vefsíðu Reykjavík MMA.
Interclub – Training Day er opið öllum sem æfa innan félags og hentar öllum getustigum. Þátttakendur taka fram hversu mikla reynslu þeir hafa í þeirri grein sem þeir vilja keppa i (MMA, Kickboxi og Nogi) og eru paraðir saman við andstæðing með svipaða reynslu og í svipaðir þyngd.
Það er í boði að skrá sig í fleiri en eina keppnisíþrótt og geta þátttakendur barist Nogi, MMA og Kickboxi til skiptist ef þeir kjósa að gera það.
Skráning fer fram á Sportabler og má lesa allar helstu upplýsingar inn á vefsvæði Reykjavík MMA: https://www.rvkmma.is/interclub-1-2024