spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRick Story leggur hanskana á hilluna

Rick Story leggur hanskana á hilluna

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Rick Story hefur nú formlega lokið ferli sínum í MMA. Þetta tilkynnti hann í gær en Story var fyrsti maðurinn til að vinna Gunnar Nelson á sínum tíma.

Rick ‘The horror’ Story átti góðan feril en á síðustu árum hefur hann verið þjakaður af meiðslum og barist minna en hann hefði viljað.

Story kom inn í UFC árið 2009 en eftir tap í frumraun sinni vann hann næstu sex bardaga í röð. Þar á meðal voru sigrar gegn mönnum eins og Johny Hendricks og Thiago Alves.

Rick Story er Íslendingum kunnugur eftir bardaga sinn gegn Gunnari Nelson. Story og Gunnar mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Stokkhólmi þann 4. október þar sem Story sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í fimm lotu bardaga. Eftir það tók erfiður tími við á ferlinum þar sem Story glímdi við ýmis meiðsli. Story gat ekkert barist í tvö ár vegna meiðslanna en snéri aftur í maí 2016 með sigri á Tarec Saffiedine. Hann tapaði svo fyrir Donald Cerrone sama ár og var það síðasti bardagi hans í UFC. Story vildi breyta til og fór á skólabekk til að gerast slökkviliðsmaður. Tæpum tveimur árum síðar var hann kominn í veltivigt Professional Fighters League og tók hann þrjá bardaga á þessu ári en mátti sætta sig við tap í 8-manna úrslitum veltivigtarmótsins.

Story lýkur ferlinum með bardagaskorið 21-10 og má reikna með að hann hlúi nú að ferli sínum sem slökkviliðsmaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular