spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey 8. tekjuhæsta íþróttakona heims

Ronda Rousey 8. tekjuhæsta íþróttakona heims

Ronda-RouseySamkvæmt nýjasta lista Forbes tímaritsins er Ronda Rousey 8. tekjuhæsta íþróttakona heims. Sjö tennisspilarar skipa listann en samkvæmt listanum fékk Ronda Rousey 6,5 milljónir dollara í tekjur á síðustu 12 mánuðum.

Listinn er reiknaður frá júní 2014 til júní 2015. Ronda Rousey barðist tvisvar á þessu tímabili (Alexis Davis og Cat Zingano), lék í þremur kvikmyndum, gaf út ævisögu sína og var á forsíðu Sports Illustrated. Í upphæðinni er einnig reiknað með styrktarsamningum en Rousey er með styrktarsamninga við Reebok, Metro PCS, Monster heyrnartól, Buffalo David Bitton og Carl’s Jr.

Rousey hefur fljótt orðið stærsta stjarnan í MMA. Talið er að milljón heimili hafi keypt UFC 190 (þar sem hún sigraði Bethe Correia) og gæti því Rousey haft enn hærri tekjur á næsta lista. Þegar meistarar berjast á svo kölluðum „pay per view“ kvöldum fá meistarar prósentu af sölunni nái hún yfir ákveðinn þröskuld. Það gefur vel í aðra hönd og er talið að það sé stór hluti af tekjum þessa stærstu stjarna í UFC.

Íþróttakona Íþrótt Árstekjur í dollurum
1 Maria Sharapova Tennis 29,7 milljónir
2 Serena Williams Tennis 24,6 milljónir
3 Caroline Wozniacki Tennis 14,6 milljónir
4 Danica Patrick Nascar 13,9 milljónir
5 Ana Ivanovic Tennis 8,3 milljónir
6 Petra Kvitova Tennis 7,7 milljónir
7 Simona Halep Tennis 6,8 milljónir
8 Ronda Rousey MMA 6,5 milljónir
9 Stacy Lewis Golf 6,4 milljónir
10 Agnieszka Radwanska Tennis 6 milljónir

Heimild: Forbes

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular