spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey, Jose Aldo og Conor McGregor oftast farið í lyfjapróf

Ronda Rousey, Jose Aldo og Conor McGregor oftast farið í lyfjapróf

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Árið 2015 markaði fyrsta árið í samstarfi UFC og USADA. Nú hefur USADA opinberað tölur sínar yfir lyfjapróf síðasta árs og má þar finna margt áhugavert.

USADA sér um að lyfjaprófa bardagamenn UFC og geta bardagamenn UFC átt von á því að fara í lyfjapróf hvenær árs sem er.

Samstarfið hófst í júlí á síðasta ári og fóru 353 lyfjapróf fram. 156 bardagamenn gengu undir lyfjapróf sem segir okkur það að ekki allir gengust undir lyfjapróf á síðasta ári. USADA hefur gefið það út að þeir ætli að taka 2750 lyfjapróf á ári og er óhætt að segja að USADA hafa verið langt frá markmiði sínu í ár.

USADA ætlaði þó alltaf að byrja hægt og rólega og fræða bardagamenn sína um ferlið áður en vélin færi á fullt. Fjöldi prófa ætti því ekki að koma mikið á óvart.

Ef skoðaðar eru tölur yfir hverjir hafa oftast farið í lyfjapróf má sjá að það eru stærstu nöfnin sem eru að fara oftast í lyfjapróf.

Jeff Novitzky sér um lyfjamálin hjá UFC og hefur gefið það út að það sé ekki handahófskennt hverjir fara oftast í lyfjapróf. Þeir byggja m.a. á útliti bardagamanna og ábendingum sem þeim berast og kalla það „smell test“.

Hér má sjá þá sem hafa oftast farið í lyfjapróf:

  • Jose Aldo – 8
  • Conor McGregor – 8
  • Ronda Rousey – 8
  • Antonio Silva – 7
  • Dan Henderson – 7
  • Holly Holm – 7
  • Vitor Belfort – 6
  • Rafael dos Anjos – 6
  • Luke Rockhold – 6
  • Yoel Romero – 6
  • Thiago Alves – 5
  • Donald Cerrone 5
  • Junior Dos Santos – 5
  • Jessica Eye – 5
  • Jacare Souza – 5
  • Gleison Tibau – 5
  • Ryan Bader – 4
  • Daniel Cormier – 4
  • Bethe Correia – 4
  • Todd Duffee – 4
  • Anthony Johnson – 4
  • Michael Johnson – 4
  • Robbie Lawler – 4
  • Alistair Overeem – 4
  • Dustin Poirier – 4
  • Josh Samman – 4
  • Glover Teixeira – 4
  • Abel Trujillo – 4
  • Chris Weidman – 4
  • Fabricio Werdum – 4

Fyrir titilbardaga virðist sem bæði meistarinn og áskorandinn fari í nokkur lyfjapróf. Þá má sennilega reikna með að bardagamenn eins og Yoel Romero, Thiago Alves og Gleison Tibau hafi verið prófaðir svo oft vegna fyrrnefnds „smell test“.

Þess má geta að Gleison Tibau féll á tveimur lyfjaprófum í kringum sinn síðasta bardaga og mun fá bann.

Heimild: Bloody Elbow

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular