spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRory MacDonald: Bardagi gegn Gunnari yrði frábær

Rory MacDonald: Bardagi gegn Gunnari yrði frábær

rory macdonaldRory MacDonald sat fyrir svörum í dag í Spurt og svarað viðburði UFC í dag. Á viðburðinum sagðist hann vera til í að mæta Gunnari Nelson í London á næsta ári.

Viðburðurinn fór fram í Dublin í dag fyrir vigtunina fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin annað kvöld. MacDonald var einn af fjórum sem sat fyrir svörum aðdáenda en Ben Rothwell, Max Holloway og Andrei Arlovski svöruðu einnig spurningum aðdáenda.

Rory MacDonald háði ótrúlegt stríð gegn Robbie Lawler á UFC 189 í júlí. Hann er enn að bíða eftir að fá leyfi frá læknum til að geta keppt aftur eftir nefbrotið sem hann hlaut í bardaganum. MacDonald býst við að berjast næst í janúar eða febrúar.

Sjá einnig: UFC snýr aftur til London á næsta ári 

Flestar spurningar til MacDonald snérust um bardagann gegn Lawler. Daníel Gunnar Sigurðsson spurði MacDonald hvort hann væri til í að mæta Gunnari í London í febrúar á næsta ári. „Já það væri flott. Þeir [UFC] hafa sagt mér að ég muni berjast við Hector Lombard næst en bardagi gegn Gunnari yrði frábær, ég myndi elska það,“ sagði Rory MacDonald af sinni einskærri ró.

Umræðustjórinn, Andy Friedlander, skaut inn í: „Að hugsa sér, maður frá Íslandi að spurja spurningu um Gunna.“

Rory MacDonald er einn af þeim bestu í veltivigtinni um þessar mundir. John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, hefur áður óskað eftir að þeir Gunnar og MacDonald berjist.

Gunnar mætir Demian Maia á UFC 194 þann 12. desember og er eflaust ekkert að hugsa um mögulegan bardaga gegn Rory MacDonald núna.

Sjáið spurninguna og svar MacDonald hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular