Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentUFC snýr aftur til London á næsta ári

UFC snýr aftur til London á næsta ári

ufc london 2015UFC tilkynnti fyrr í dag endurkomu sína til London. Bardagakvöldið fer fram í O2 Arena þann 27. febrúar.

Síðast þegar UFC heimsótti London barðist Gunnar Nelson við Rússann Omari Akhmedov og fór með sigur af hólmi fyrir framan 14.000 manns í mars 2014. Til stóð að UFC myndi halda annað bardagakvöld í London í febrúar/mars á þessu ári en ekkert varð úr þeim áætlunum. Bardagasamtökin munu því snúa aftur til Englands á næsta ári eftir tveggja ára hlé.

Gunnar Nelson hefur tvívegis barist í London. Fyrst gegn Jorge Santiago í febrúar 2013 og svo fyrrnefndan bardaga gegn Omari Akhmedov í fyrra. Enginn bardagi hefur verið staðfestur á bardagakvöldinu en Bretarnir Michael Bisping, Ross Pearson og Brad Pickett hafa allir lýst yfir áhuga á að berjast í London.

Miðasala hefst 4. desember en síðast varð uppselt á innan við sólarhring og má búast við svipuðum áhuga núna. Þetta verður fyrsti UFC viðburðurinn á árinu 2016.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular