spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRory MacDonald mætir Paul Daley í London

Rory MacDonald mætir Paul Daley í London

Fyrsti andstæðingur Rory MacDonald í Bellator verður Paul Daley. Kapparnir munu mætast í aðalbardaganum á Bellator 179 í London þann 19. maí.

Rory MacDonald samdi við Bellator í ágúst í fyrra. Þegar hann fór úr UFC var hann einn af bestu veltivigtarmönnum bardagasamtakanna og er þetta mikill fengur fyrir Bellator. Hann hefur þó tapað tveimur bardögum í röð og þarf að komast aftur á sigurbraut.

MacDonald hefur verið í vandræðum með nefið á sér síðan hann nefbrotnaði í bardaganum gegn Robbie Lawler á UFC 189 í júlí 2015. Í bardaga hans gegn Stephen Thompson í júní í fyrra var nefið hans aftur ansi lemstrað og vildi hann taka sér gott frí eftir það til að leyfa nefinu að jafna sig.

Hann er nú tilbúinn til að snúa aftur og mætir Paul Daley í maí. Daley var orðaður við bardaga gegn Michael Page en vildi frekar mæta MacDonald. Page verður þó sennilega á bardagakvöldinu og fær vonandi verðugan andstæðing.

Paul Daley sigraði Brennan Ward nýlega með rosalegu hnésparki.

https://www.youtube.com/watch?v=4vH9xnrbjb4

Bardagakvöldið fer fram í SSE Arena í London og er MacDonald spenntur fyrir næsta kafla ferilsins.

MAY 19TH MARKS THE BEGINNING OF A BLOODY CHAPTER

A photo posted by Rory Macdonald (@romac_gorilla) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular