Rose Namajunas mun ekki berjast gegn Jessica Andrade á UFC 249 um næstu helgi. Andrade er þegar komin til Bandaríkjanna og vonast eftir að fá bardaga.
Rose Namajunas átti að mæta Jessica Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC 249. Bardagakvöldið fer fram á friðlendusvæði indjána í Kaliforníu.
Rose Namajunas mun ekki mæta Andrade en ekki er vitað að svo stöddu hvers vegna hún berst ekki. Þetta átti að vera fyrsti bardagi Namajunas síðan hún tapaði strávigtarbeltinu til Andrade í maí 2019.
Andrade vonast til að fá bardaga í hvaða þyngdarflokki sem er. Andrade býr í Brasilíu en er þegar komin til Bandaríkjanna af ótta við að mögulegt ferðabann verði sett á vegna kórónaveirunnar.
UFC 249 fer fram laugardaginn 18. apríl.