spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRoyce Gracie og Ken Shamrock mætast í febrúar - Kimbo Slice mætir...

Royce Gracie og Ken Shamrock mætast í febrúar – Kimbo Slice mætir gömlum vini

royce gracie 1Hinn 48 ára Royce Gracie mun mæta hinum 51 árs Ken Shamrock í Bellator á næsta ári. Bardaginn fer fram á Bellator 149 í febrúar en á sama kvöldi mætir Kimbo Slice fyrrum vini og lífverði sínum Dada 5000.

Það var fjölbragðaglímukappinn Kurt Angle sem tilkynnti þetta í Bellator á föstudaginn. Talið var líklegt að Angle og Shamrock myndu mætast í Bellator en öllum að óvörum bar nafn Royce Gracie á góma.

Royce Gracie hefur ekkert barist síðan í júní 2007 þegar hann sigraði Kazushi Sakuraba. Gracie féll á lyfjaprófi eftir bardagann og á 20 ára afmæli UFC árið 2013 tilkynnti hann að hann væri hættur í MMA.

Ken Shamrock tapaði fyrir Kimbo Slice fyrr á árinu í slöppum bardaga. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir mætast og fer bardaginn fram í opnum þyngdarflokki. Kapparnir mættust fyrst á UFC 1 árið 1993 og svo aftur á UFC 5 árið 1997. Gracie sigraði fyrri bardagann en sá seinni var jafntefli.

Á sama kvöldi mun Kimbo Slice mæta Dhafir Harris sem er betur þekktur sem Dada 5000. Harris er 2-0 í MMA og var þekktur fyrir götuslagsmál sín rétt eins og Kimbo Slice. Harris er 38 ára gamall og fer bardaginn fram í þungavigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular