spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRúmlega 120 keppendur á Mjölnir Open ungmenna

Rúmlega 120 keppendur á Mjölnir Open ungmenna

Mjölnir Open ungmenna fer fram í dag í húsakynnum Mjölnis. Rúmlega 120 keppendur eru skráðir til leiks en keppt er frá 5 til 17 ára aldurs.

Þetta er stærsta ungmennamót í sögu íþróttarinnar hér á landi en keppendurnir koma frá fimm félögum. Keppt er í nogi glímu (án galla) og hafa margir af færustu glímumönnum- og konum landsins tekið sín fyrstu skref á þessum mótum.

Fjöldi keppenda er til marks um uppgang íþróttarinnar hér á landi en svipaðan fjölda mátti sjá á Íslandsmeistaramóti barna- og unglinga í fyrra.

Mótið hefst kl. 11 í dag og stendur fram eftir degi. Engin uppgjafartök eru hjá yngstu kynslóðinni en eldri hóparnir mega nota þessi helstu uppgjafartök. Ókeypis er á mótið fyrir áhorfendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular