Svo virðist sem Santiago Ponzinibbio fái Kamaru Usman í maí. Í gær var því haldið fram að Neil Magny yrði andstæðingur Ponzinibbio í Síle en nú virðist það ætla vera Kamaru Usman.
UFC heimsækir Síle í fyrsta sinn þann 19. maí. Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio á að vera í aðalbardaga kvöldsins en hingað til hefur vantað andstæðing.
Í gær greindi blaðamaðurinn Chris Taylor frá því að bardagi Ponzinibbio og Neil Magny væri í vinnslu og myndi það vera aðalbardagi kvöldsins.
A welterweight showdown between Neil Magny and Santiago Ponzinibbio is in the works for #UFCChile on May 19!
— Chris Taylor (@CTaylor_96) March 23, 2018
Kamaru Usman var vonsvikinn með fréttirnar enda hélt hann að Ponzinibbio yrði sinn næsti andstæðingur.
FML just got the news I was offered Santiago in Chile. I accepted and he turned it down smh. Next time I put on “big drama show” so maybe these guys can actually feel like they have a chance for the W ???
— KAMARU USMAN (@USMAN84kg) March 23, 2018
Nú hefur Ariel Helwani greint frá því að Usman fái bardagann í Síle. Usman er 7-0 á ferli sínum í UFC og Ponzinibbio hefur unnið sex bardaga í röð í UFC. Báðir eru þeir á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni og ætti þetta að verða hörku bardagi.
Santiago Ponzinibbio vs. Kamaru Usman is close to being finalized as the main event for the UFC’s debut event in Chile on May 19, according to multiple sources. Not signed but that is the direction they are going in.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) March 23, 2018
Enn hefur þetta ekki verið staðfest en það virðist vera ýmislegt í vinnslu þessa dagana í veltivigtinni.