spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSantiago Ponzinibbio fær Kamaru Usman í staðinn fyrir Neil Magny

Santiago Ponzinibbio fær Kamaru Usman í staðinn fyrir Neil Magny

Svo virðist sem Santiago Ponzinibbio fái Kamaru Usman í maí. Í gær var því haldið fram að Neil Magny yrði andstæðingur Ponzinibbio í Síle en nú virðist það ætla vera Kamaru Usman.

UFC heimsækir Síle í fyrsta sinn þann 19. maí. Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio á að vera í aðalbardaga kvöldsins en hingað til hefur vantað andstæðing.

Í gær greindi blaðamaðurinn Chris Taylor frá því að bardagi Ponzinibbio og Neil Magny væri í vinnslu og myndi það vera aðalbardagi kvöldsins.

Kamaru Usman var vonsvikinn með fréttirnar enda hélt hann að Ponzinibbio yrði sinn næsti andstæðingur.

Nú hefur Ariel Helwani greint frá því að Usman fái bardagann í Síle. Usman er 7-0 á ferli sínum í UFC og Ponzinibbio hefur unnið sex bardaga í röð í UFC. Báðir eru þeir á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni og ætti þetta að verða hörku bardagi.

Enn hefur þetta ekki verið staðfest en það virðist vera ýmislegt í vinnslu þessa dagana í veltivigtinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular