Friday, April 19, 2024
HomeErlentSantiago Ponzinibbio náði tilsettri þyngd

Santiago Ponzinibbio náði tilsettri þyngd

Andstæðingur Gunnars Nelson, Santiago Ponzinibbio, var rétt í þessu að vigta sig inn. Formlega vigtunin er í gangi sem stendur en Gunnar hefur þegar vigtað sig inn og var 77 kg.

Santiago Ponzinibbio var 171 pund eða 77,7 kg. Bardaginn fer fram í 170 punda veltivigt en leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða. Ponzinibbio var hress á vigtinni og virtist ekki vera mjög þurrkaður eða slappur.

Sjá einnig: Gunnar Nelson náði tilsettri þyngd

Sjónvarpsvigtunin fer fram kl 16 í dag á íslenskum tíma.

Slökkt var á vigtinni þegar Santiago mætti.
En hann var þó bara hress.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular