spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSassy Mousasi heldur áfram að sýna á sér nýjar hliðar

Sassy Mousasi heldur áfram að sýna á sér nýjar hliðar

Gegard MousasiGegard Mousasi er langt í frá stærsta stjarnan í MMA heiminum. Hann þykir oft þurr og óspennandi en hefur aðeins verið að koma úr skelinni að undanförnu eins og hann sýndi á blaðamannafundinum eftir UFC 204.

Gegard Mousasi kláraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu á UFC 204 um helgina. Mousasi hefur nú unnið fimm af síðustu sex bardögum sínum og er kominn í toppbaráttuna í millivigtinni.

Mousasi er yfirleitt mjög yfirvegaður og lítur oft út fyrir að nenna þessu ekki þegar hann er að berjast. Hann er mjög tæknilegur bardagamaður og gerir það sem hann þarf að gera til að vinna. Hann sýndi þó drápseðlið, sem oft hefur verið efast um, á laugardaginn þegar hann hakkaði Belfort í sig í 2. lotu.

Á blaðamannafundinum lét hann ýmislegt flakka og var í raun stórskemmtilegur. Hann talaði um að hann hefði notið mikilla yfirburða í bardögum sínum síðan USADA tók yfir lyfjamálin í UFC. Þá sagði hann við blaðamennina að þeir vissu allir að hann myndi auðveldlega vinna meistarann Michael Bisping.

Mousasi velti því fyrir sér hvort hann þyrfti að kasta vatnsflöskum á blaðamannafundum til að fá stærri bardaga og meiri athygli. Þá sagðist hann ætla að næla sér í millivigtarbeltið með aðstoð USADA.

Þetta er nokkuð sem við höfum verið að sjá meira af frá Mousasi og er hann aðeins að koma úr skelinni núna. Talað er um þennan nýja Mousasi sem „Sassy Mousasi“ og hefur hann líka verið háværari á Twitter.

Mousasi er með skemmtilega þurran húmor á þessum blaðamannafundum og virðist einfaldlega vera að segja hlutina eins og þeir eru að sínu mati. Hann er allt í einu orðinn mjög skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum.

Mousasi byrjaði að láta heyra í sér á þessu ári eftir bardaga hans gegn Thales Leites í London. Þar kallaði hann Lyoto Machida svindlara sem leit út eins og 15 ára strákur en ekki 37 ára bardagamaður (hann var reyndar 35 ára þá) þegar þeir börðust.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular