spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSigur og tap í Skotlandi hjá RVK MMA

Sigur og tap í Skotlandi hjá RVK MMA

Reykjavík MMA var með tvo keppendur á Evolution of Combat 6 bardagakvöldinu í Skotlandi í gær. Niðurstaðan var einn sigur og eitt tap.

Þeir Krzysztof Porowski og Remek Duda Maríusson börðust á kvöldinu en báðir voru að berjast áhugamannabardaga. Remek mætti Shaun Conway í 69 kg hentivigt en báðir voru að berjast sína fyrstu MMA bardaga. Remek tapaði eftir dómaraákvörðun en andstæðingurinn náði að taka Remek niður nokkrum sinnum sem skilaði honum sigrinum.

Krzysztof mætti Jeff Akhah í 76 kg hentivigt. Þeir skiptust á höggum í 1. lotu en Akhah náði svakalegri fellu í fyrstu lotu. Í 2. lotu náði Krzysztof taki á hálsinum á Akhah, lét sig falla í gólfið og kláraði með „guillotine“ hengingu. Flottur sigur hjá Krzysztof en hann er nú 3-0 sem áhugamaður í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular