Þórður Bjarkar Árelíusson og Birgir Þór Stefánsson kepptu í Muay Thai í gær í Svíþjóð. Báðir kepptu þeir í Semi-Pro og var niðurstaðan einn sigur og eitt tap.
Báðir kepptu þeir undir merkjum VBC í Kópavogi. Bardagakvöldið kallaðist West Coast Battle 8 og fór fram í Varberghöllinni í Svíþjóð. Báðir kepptu þeir undir Semi-Pro reglum en í Semi-Pro er barist í fimm lotur og þá tvær mínútur í senn.
Birgir Þór barðist við Oliver Axelsson og bar sigur úr býtum eftir fimm lotur. Birgir vann eftir dómaraákvörðun en þetta var áttundi Muay Thai bardaginn hans.
Þórður Bjarkar mátti sætta sig við tap gegn Filiph Waldt eftir hné í annarri lotu. Andstæðingur Þórðar var talsvert reyndari og hefur barist 13 atvinnumannabardaga. Bardaga Þórðar má sjá hér að neðan