spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSigursteinn og Venet í beinni hér

Sigursteinn og Venet í beinni hér

Tveir Íslendingar berjast á Golden Ticket bardagakvöldinu í kvöld. Báðir eru að berjast sína fyrstu MMA bardaga.

Golden Ticket 13 fer fram í Birmingham í kvöld og eru tveir Íslendingar meðal bardagamanna á kvöldinu en báðir keppa fyrir hönd Mjölnis.

Sigursteinn Óli Ingólfsson berst í fyrsta bardaga kvöldsins en Sigursteinn er aðeins tvítugur. Sigursteinn mætir Michael Jones (2-0) í 61 kg bantamvigt en upphaflega átti Sigursteinn að fá annan andstæðing í fluguvigt. Sá andstæðingur meiddist og kom Jones inn með tveggja daga fyrirvara.

Venet Banushi mætir CJ Ward í 70 kg léttvigt en þetta er fyrsti MMA bardagi beggja.

Bardagarnir byrja kl. 17 á íslenskum tíma og er Sigursteinn í fyrsta bardaga kvöldsins. Venet er síðan í sjötta bardaga kvöldsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana hér fyrir 6,99 pund (1.150 ISK).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular