Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSlæm vika fyrir Rondu Rousey

Slæm vika fyrir Rondu Rousey

ronda rouseyOfurstjarnan Ronda Rousey hefur átt slæma daga í fjölmiðlum undanfarið. Mamma hennar gagnrýndi þjálfara hennar harðlega og þá hefur umdeildur kafli úr ævisögu hennar skotist upp á yfirborðið.

Á mánudaginn viðurkenndi UFC bardagamaðurinn Travis Browne að hann og Ronda Rousey ættu í ástarsambandi. Travis Browne er umdeildur bardagamaður þar sem hann var nýlega ásakaður um heimilisofbeldi af fyrrverandi eiginkonu sinni. Browne var hreinsaður af ásökunum eftir að óháður rannsóknaraðili fann ekkert sem sannaði brot Browne.

Þrátt fyrir að Browne hafi verið hreinsaður af ásökunum eru ekki allir vissir um sakleysi Browne. Af þeim sökum hefur Ronda Rousey fengið sína gagnrýni þar sem hún hefur sjálf harðlega gagnrýnt boxarann Floyd Mayweather fyrir hrottaskap hans gegn gegn sambýlis- og eiginkonum sínum. Mayweather hefur aftur á móti verið fundinn sekur um brot sín á meðan Browne var hreinsaður af ásökunum sínum.

Rousey hefur sjálf verið ásökuð um heimilisofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum. Í ævisögu sinni talar hún um þegar hún lagði hendur á kærastann.

ronda-1
Smelltu á myndina til að sjá textann betur.
ronda-2
Smelltu á myndina til að sjá textann betur.
ronda_3
Smelltu á myndina til að sjá textann betur.

Maðurinn sem um ræðir er auðvitað ekki blásaklaus sjálfur en þessi partur af ævisögunni fékk litla athygli fjölmiðla þar til nú.

Til að bæta gráu ofan á svart gagnrýndi mamma Rousey, Dr. AnnMaria DeMars, þjálfara dóttur sinnar í nýlegu viðtali. Hún sagði þjálfarann Edmond Tarverdyan vera slæma manneskju sem hún myndi hiklaust keyra yfir ef það væri ekki bannað. Hver veit, kannski er mamma hennar bara að gagnrýna hann núna til að draga athyglina aðeins frá dóttur sinni og hennar persónulega lífi?

Þetta hefur svo sannarlega ekki verið góð vika fyrir Rousey í fjölmiðlum. Hún fær oftast afar góða athygli í fjölmiðlum og er talin fyrirmynd um allan heim. Þessi slæma vika á sennilega ekki eftir að hafa áhrif á ímynd hennar til langs tíma litið en það er óhætt að segja að hún hafi átt betri daga.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular