spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSonnen og Silva þjálfa í TUF: Brazil 3

Sonnen og Silva þjálfa í TUF: Brazil 3

Chael-Sonnen-Wanderlei-SilvaLéttþungavigtarmennirnir Chael Sonnen (29-13-1) og Wanderlei Silva (35-12-1, 1 NC) verða þjálfararnir í þriðju seríu af brasilísku útgáfunni af raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter. Þetta kom fram í stuttu viðtali við Dana White, forseta UFC, í þættinum FOX Sports Live í gær.

“Þið tveir þjálfið í The Ultimate Fighter. Þú munt hafa helling af öryggisgæslu með þér þarna niður frá og þetta ætti að verða skemmtileg sería,” sagði White við Sonnen og brosti.

Þó þjálfararnir séu frá sitt hvoru landinu er ekki ljóst hvort lið Bandaríkjamanna muni mæti liði Brasilíumanna. Þeir hafa báðir þjálfað áður í TUF, Silva þjálfaði í fyrstu seríu af brasilísku útgáfunni á móti Vitor Belfort og Sonnen þjálfaði á móti léttþungavigtarmeistaranum Jon Jones í 17. seríu. Eins og venjan er munu Sonnen og Silva svo mætast í búrinu þegar serían er búin og útkljá sín mál þar.

Langar erjur

Sonnen og Silva hafa lengi átt í útistöðum og rifist í fjölmiðlum. Nýlega lét Silva móðganirnar ekki duga heldur vatt hann sér óvænt að Sonnen í Las Vegas svo menn þurftu að stilla til friðar.

Sonnen hefur ekki bara móðgað Wanderlei Silva, heldur reif hann líka mikinn kjaft við Anderson Silva þegar þeir voru í samkeppni. Þá lét hann ekki duga að gera lítið úr þjóðarhetjunni sjálfri, heldur móðgaði hann alla brasilísku þjóðina í leiðinni með því að gera lítið úr menningu þeirra og samfélagi. Margir hafa sagt að vegna þessa gæti Sonnen verið í hættu í Brasilíu.

Gott fyrir TUF

Það má gera ráð fyrir ágætis áhorfstölum fyrir þessa seríu því Sonnen er eitt það allra besta sem hefur komið fyrir TUF. Sextánda sería heppnaðist illa og hann andaði nýju lífi í þættina eftir erfitt tímabil. Áhorf á TUF: Brazil hefur ekki verið gott í Bandaríkjunum og Evrópu og það er greinilegt að UFC ætlar að reyna að bæta úr því.

Sonnen og Silva hefja tökur fyrir lok ársins, líklega eftir bardaga Sonnen gegn Rashad Evans á UFC 167, sem verður 16. nóvember.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular