spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 188

Spá MMA Frétta fyrir UFC 188

Pennar MMA Frétta birta spá sína fyrir UFC 188 eins og venjan er fyrir þessi stærri bardagakvöld. Það er skemmtilegt bardagakvöld í vændum en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.

cain werdum 2

Cain Velasquez gegn Fabricio Werdum

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mjög hrifinn af hæfileikum Fabricio Werdum og um tíma hélt ég að hann myndi sigra Cain. Nú er ég búinn að breyta um skoðun. Ég held að Cain geri það sem hann er bestur í, pressar Werdum upp við búrið, einn underhook og gott headposition og notar hina höndina til að kýla og pirra Werdum. Cain mun sigra bardagann í clinchinu. Hann brýtur Werdum niður og klárar hann með TKO í 4. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Cain sigrar Werdum. Setur hann upp að búrinu og grinde’ar út sigur.

Eiríkur Níel Níelsson: Held að Cain muni jarða Werdum. Byrjar á að grinda hann upp að búrinu og klárar bardagann í þriðju lotu með TKO

Óskar Örn Árnason: Þetta er bardagi sem Cain ætti að sigri sé hann upp á sitt besta. Löng fjarvera gæti sett strik í reikninginn og auk þess hefur Werdum bætt sig mikið undanfarin ár. Werdum á möguleika en það er vonlaust að spá gegn meistaranum. Cain sigrar með höggum á gólfinu í þriðju lotu.

Brynjar Hafsteins: Er spenntur að sjá hvort öll meiðslin og tíminn frá búrinu hægi eitthvað á Cain en efa það. Cain wrestlar Werdum hægt og rólega í TKO í fjórðu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Þetta verður mjög spennandi bardagi. Werdum er búinn að leggja mikið á sig í undirbúningi fyrir bardagann og hefur eytt löngum tíma í í Mexíkó hátt yfir sjávarmáli. Cain er einn mesti vinnuhestur sem hefur verið í þungavigtinni og besti wrestlerinn þar. Hann er hins vegar að koma til baka eftir langvarandi meiðsli og kom seint til Mexíkó til að aðlagast. Þrátt fyrir það tel ég að Cain hafi næga yfirburði til að klára Werdum og sé fyrir mér að hann taki þetta á dómaraúrskurði.

Högni Valur Högnason: Einhverja hluta vegna er ég ekki nærri því jafn spenntur fyrir þessum HW bardaga eins og ég er yfirleitt fyrir þeim. Tveir menn sem vilja vera Mexíkanar meira en þeir vilja selja bardagann. Hins vegar er Cain stórt spurningamerki. Hann hefur ekki barist í tvö ár og hans helsti andstæðingur þar til í dag er ekki nema skugginn að sjálfum sér. Werdum hefur unnið alla síðan 2008 nema JDS og Overeem á hestakjöti. Maðurinn sem felldi Fedor fellur engu að síður fyrir pressu. Þetta er grind sigur fyrir Cain. TKO vegna þreytu og pressu

Cain Velasquez: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar, Brynjar, Sigurjón, Högni.
Fabricio Werdum: ..

alvarez melendez

Eddie Alvarez gegn Gilbert Melendez

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður geggjaður bardagi! Ég held samt að báðir séu á niðurleið eftir góðan feril utan UFC. Ég er mikill Alvarez maður og held að hann taki þetta á dómaraákvörðun í besta bardaga kvöldsins. Dálæti mitt á Alvarez gæti þó verið að blinda mig. Ef Diego Sanchez gat kýlt Melendez niður þá held ég að Alvarez geti gert enn meiri skaða.

Guttormur Árni Ársælsson: Alvarez sigrar Melendez með rothöggi.

Eiríkur Níel Níelsson: Held að þetta gæti endað sem brawl bardagi þar sem þeir skiptast mikið á höggum en held að hvorugur nái rothögginu. Held að Melendez sigri á dómaraákvörðun en verður samt spennandi bardagi

Óskar Örn Árnason: Draumabardagi, tveir fyrrverandi meistarar sem öllum dreymdi um að sjá berjast árum saman. Báðir þurfa á sigri að halda svo þeir verða hungraðir. Alvarez er sterkur og góður allstaðar en Melendez ætti að vera bara aðeins betri. Melendez sigrar á stigum.

Brynjar Hafsteins: Erfiður bardagi fyrir báða aðila. Alvarez er með frábært box og felluvörn. Melendez er hins vegar wrestler og vinnur á hörkunni. Sé fyrir mér bardaga kvöldsins.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Melendez er að koma í bardaga eftir tap í titilbardaga. Hann mun því klárlega vilja ná sannfærandi sigri til að eiga möguleika á öðrum titlbardaga. Alvarez kom í UFC með mikið hype á bakvið sig en tapaði á móti Cerrone. Það er því mikil pressa á honum að vinna bardagann. Báðir eru þeir skemmtilegir bardagamenn og mér finnst líklegt að þetta eigi eftir að verða bardagi kvöldsins. Melendez mun vinna þetta á dómaraúrskurði með því að nota pressu og wrestling.

Högni Valur Högnason: Tveir menn sem vinna alla nema þá bestu. Alvarez hefur ekki barist við jafn góða menn eins og eftir að hann kom í UFC. Hann var ágætur á móti Cowboy og á þessu stigi á ferli El Nino spái ég Alvarez sigri. Hann er einfaldlega hungraðri að sanna sig og Melendez hefur ekkert að sanna. Nema að hefna fyrir tap liðsfélaga síns Nate gegn Cowboy en efa að það keyri hann mikið áfram. Þetta verður hins vegar jafn bardagi og mikli þolraun fyrir báða. Decision sigur fyrir Alvarez.

Eddie Alvarez: Pétur, Guttormur, Högni.
Gilbert Melendez: Eiríkur, Óskar, Brynjar, Sigurjón

gastelum marquardt

Kelvin Gastelum gegn Nate Marquardt

Pétur Marinó Jónsson: Þessi bardagi er hálfgert djók. Nate Marquardt er búinn og Kelvin er bara að taka einn auðveldan bardaga áður en hann fer aftur niður í veltivigt. Hann var neyddur upp í millivigt eftir að hafa ekki náð vigt nokkrum sinnum en þetta verður stutt stopp í millivigt. Ég er 99% viss um að Gastelum segist vera voða sorry yfir þessu cut bulli á blaðamannafundinum eftir bardagann og hann hafi þroskast mikið á síðustu mánuðum og bla bla bla og verði kominn aftur niður í veltivigt í haust. Auðveldur sigur fyrir Gastelum, uppgjafartak í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Tekur hann niður að vild og sigrar eftir dómaraákvörðun

Eiríkur Níel Níelsson: Ég sé fyrir mér frekar einhliða bardaga þar sem Gastelum tekur Marquardt niður og heldur honum þar í þrjár lotur og sigrar með dómaraákvörðun

Óskar Örn Árnason: Kelvin Gastelum píndur upp um þyngdarflokk og fær reynslubolta sem er kominn yfir sitt besta. Þetta ætti að vera gott próf fyrir Kelvin sem hann mun standast með glans. Gastelum rotar Marquardt í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Gastelum er einn efnilegasti bardagamaðurinn í veltivigt ef ekki öllu UFC. Hann sigrar Marquardt sem mun halda áfram að vera að passa upp á hverjir komast í topp 10.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Marquardt er kominn vel yfir sitt besta en er samt hættulegur í öllum stöðum og þvílíkur reynslubolti. Það verður gaman að sjá Gastelum í nýjum þyngdarflokki en hann er búinn að lenda í miklum vandræðum með að ná vigt fyrir veltivigtina. Ég tel að Gastelum taki þetta á pressunni og brjóti niður Marquardt snemma í bardaganum. Gastelum tekur þetta með TKO í annarri lotu.

Högni Valur Högnason: Gastelum er yngri betri, hraðari, höggþyngri og með betra wrestling. Báðir fyrrverandi WW þannig að stærðin á þeim er eflaust svipaðri. Það hefur hingað til verið helsta vopn Gastelum að vera stærri en andstæðingarnir sínir. Eftir að hafa ekki náð þyngd var hann sendur upp um þyngdarflokk og samkvæmt honum ætlar hann að stoppa þar stutt. Ferill Marquardt er á enda og reikna ég með að hann sé að leita að sigri til að hætta á góðu nótunum. Eins og flestir sem ætla það (nema Munoz) mun hann tapa og hugsanlega reyna einu sinni enn. Gastelum vinnur með TKO á jörðinni efir grind fest.

Kelvin Gastelum: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar, Brynjar, Sigurjón, Högni.
Nate Marquardt: ..

pendred montano

Cathal Pendred gegn Augusto Montano

Pétur Marinó Jónsson: Cathal Pendred er Íslendingum góðkunnugur enda oft æft hér á landi. Ég vona svo innilega að hann vinni en það getur verið erfitt að vera Pendred aðdáandi. Ég vona að hann hafi bætt sig standandi á síðustu mánuðum því þar leit hann ekkert sérlega vel út síðast. Hann mun samt gera það sem hann gerir best og tekur bardagann í gólfið. Pendred verður auðvitað kýldur niður í 1. lotu en nær að samt að sigra eftir dómarákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Pendred heldur áfram glæstri sigurgöngu sinni. Verður næstum rotaður þrisvar í bardaganum en sigrar loks á ótrúlegan hátt.

Eiríkur Níel Níelsson: Ætli maður gefi ekki Pendred þetta, rothögg í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Pendred er grinder og ég held með honum. Ég hef samt slæma tilfinningu. Pendred tapar því miður í annarri lotu á TKO eftir hetjulega frammistöðu.

Brynjar Hafsteins: Nátturlega hata Pandred. Hann stjórnaði dómurum til að dæma sér í vil.. Montano vinnur þó á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Pendred er klárlega minn maður, hann er vinnusamur og með höku úr graníti. Hann fékk mikinn skít eftir síðasta bardaga en þegar rýnt var í tölurnar sást að sigurinn var verðskuldaður. Pendred hefur undirbúið sig vel fyrir bardagann og er búinn að vera lengi í Mexíkó. Ekki er verra að Gunnar Nelson hefur verið með honum í campi. Pendred vinnur þetta á TKO í 2. lotu. Áfram SBGi!!

Högni Valur Högnason: Enn einn grindarinn og okkar maður Cathal Pendred mættur til Mexikó. Hann hefur allt að sanna í þessum bardaga og gæti orðið sinn versti óvinur. Hann á hins vegar ekki að breyta neinu að mínu mati. Hann er sniðugur bardagamaður, gerir ekkert frábærlega, hann finnur bara veikleika andstæðingsins og er betri en hann þar. Dregur sjálfstraustið úr þeim og drekkir þeim með pressu. Ef hann ætlar eitthvað að reyna að sýna sig þá gæti hann lent í þungum höggum Montano en Cathal er bara of mikill keppnismaður til að tapa og að mínu mati er Montano með auðveldari andstæðingum Cathal í langan tíma. Þrátt fyrir gott record þá er MMA í Mexikó ekki að sama standard og í Evrópu. Cathal var búinn að vinna alla bestu WW í Evrópu áður en hann komst í UFC og hefur mætt stórum og sterkum mönnum í öllum sínum bardögum þar. Hvað sem öllum finnst um stílinn hans mun hann verða 4-0 í UFC eftir morgundaginn og hlakka ég til að heyra í honum í búrinu eftir bardagann þegar að hann lætur Joe Rogan heyra það.

Cathal Pendred: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Sigurjón, Högni.
Augusto Montano: Óskar, Brynjar

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular