spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 204

Spá MMA Frétta fyrir UFC 204

ufc-204-bisping-vs-hendersonUFC 204 fer fram í kvöld þar sem Michael Bisping mun verja millivigtartitil sinn í fyrsta sinn. Hér birta pennar MMA Frétta birta spá sína fyrir kvöldið.

Titilbardagi í millivigt: Michael Bisping gegn Dan Henderson

Pétur Marinó Jónsson: Það er auðvitað ótrúlegt að 46 ára Dan Henderson, í 13. sæti styrkleikalista UFC og með sex töp í síðustu níu bardögum sínum sé að berjast um titilinn en maður verður bara að sætta sig við það. Henderson er mjög hægur og einhæfur í dag og er í raun ekki með neitt nema þessa hægri bombu. Bisping kemur inn með góða leikáætlun, hringsólar EKKI að hægri höndinni eins og hann gerði síðast og vinnur með tæknilegu rothöggi í 2. eða 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Það er möguleiki að Bisping sé jafnvel betri en hann var á UFC 100. Hann ætti að hafa lært af mistökum sínum, sem var að færa sig í átt vetnissprengunnar, hægri hönd Hendo. Henderson er alltaf fær um að ná inn bombu en ég held að það gangi ekki að þessu sinni. Kannski nær Bisping að klára hann með fléttum en ég held að hann sigri á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Henderson ætti því miður að vera búinn að leggja hanskana á hilluna fyrir löngu. Hann hefur ekki litið vel út í mörg ár og ég vona að þetta verði hans síðasti bardagi. Þrátt fyrir að Hendo sé með þunga hægri verður Bisping ekki í miklum vandræðum með hann. Bisping notar fótavinnuna og sigrar á stigum.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Báðir magnaðir íþróttamenn og frábært tækifæri fyrir Bisping að hefna fyrir síðast. Eitt mest brútal KO í sögu UFC. Augljóst að Hendo er alveg búinn og í rauninni gjöf til Bisping að fá þennan bardaga sem titilbardaga. Það má þó ekki vanmeta Hendo, hann er grjótharður, með stálhöku og bombu sem hægri hönd. Held samt að Bisping muni reyna að þreyta Hendo og ná honum niður sem fyrst. Bisping vinnur með TKO í 2. lotu

Brynjar Hafsteins: Bisping er mjög vanmetin bardagamaður. Hefur frábæra fótavinnu og felluvörn en það sem honum hefur alltaf vantað er kraft í hendurnar. Hann mun sigra Henderson sem er af gamla skólanum og mjög hægur. Bisping hlýtur að vera mjög varkár að circla inn í hægri hendina hjá Hendo. Bretinn sigrar á dómaraúrskurði.

Michael Bisping: Pétur, Óskar, Guttormur, Sigurjón, Brynjar.
Dan Henderson:

mousasi-belfort

Millivigt: Gegard Mousasi gegn Vitor Belfort

Pétur Marinó Jónsson: Vitor Belfort er búinn sem einhver topp 5 bardagamaður enda fær hann enga hjálp lengur frá Dr. Roid. Mousasi passar sig fyrstu tvær mínúturnar og svo mun Belfort brotna, jafnvel púlla guard, og Mousasi siglir þessu örugglega í höfn. TKO í 2. lotu eftir ground and pound. Mikið væri það nú samt týpískt að minn maður Gegard Mousasi myndi klúðra þessu gjörsamlega og Belfort vinnur og hrópar eitthvað I’m back baby, thank you JESUS!

Óskar Örn Árnason: Vitor er ekki lengur The Phenom, ég held að það sé ljóst. Mousasi er mjög klókur og seigur bardagamaður. Ég held að hann nagi hann niður og klári með höggum á gólfinu í annarri eða þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Vitor er bardagakappi sem hefur fundið rækilega fyrir hertu lyfjaeftirliti. Það er ekki sjón að sjá hann frá TRT dögunum og Mousasi afgreiðir hann með snyrtilegri fléttu í annarri lotu eftir að Vitor er búinn að sprengja sig í þeirri fyrstu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Mousasi hefur átt erfitt með að finna stöðugleika í UFC þrátt fyrir að margir héldu að hann myndi berjast um beltið. Vitor er búinn að vera að dala að undanförnu, erfitt að geta ekki verið á TRT en TRT Vitor er hættulegasti maðurinn á jörðinni. Held að Mousasi eigi eftir að vera ferskari í þessum bardaga en held að hann muni eiga í vandræðum með að klára Vitor og því mun Mousasi vinna eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Er hrifinn af þessum bardaga. TRT Vitor hefði smókað Mousasi en ég er einn af fáum sem eru mjög hrifnir af Mousasi. Hann er gríðarlega vandfær bardagamaður með „latan“ stíl. Mousasi þraukar fyrstu mínúturnar og sigrar sigrar í annarri með höggum í gólfinu.

Gegard Mousasi: Pétur, Óskar, Guttormur, Sigurjón, Brynjar.
Vitor Belfort:

manuwa-osp

 

Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Ovince St. Preux

Pétur Marinó Jónsson: Jimi Manuwa hefur ekki verið þessi mulningsvél sem ég vonaðist eftir þegar ég sá hann fyrst í Nottingham 2012. Tveir sigrar eftir óvenjuleg meiðsli andstæðingsins, sigur í mjög leiðinlegum bardaga gegn Jan Blachowicz og tvö töp gegn topp andstæðingum. OSP á stundum erfitt með að taka í gikkinn og gerir full lítið. Vona að það verði ekki upp á teningnum en spái OSP sigri eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Báðir þessir eru höggþungir en OSP er ætti að vera með yfirhöndina á gólfinu. Samt býst ég við að OSP komi inn bombu í fyrstu lotu og afgreiði Manuwa með stæl.

Guttormur Árni Ársælsson: OSP er fjölhæfari en Manuwa og nýtir sér það til að sigra bardagann. Við munum sjá fellur og fléttur hjá OSP sem sigrar örugglega á stigum í skemmtilegum bardaga.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Báðir að koma til baka eftir töp en það er meiri pressa á Jimi Manuwa því að hann er á heimavelli. Mín tilfinning er að OSP sé of mikið fyrir Jimi, hann er betri íþróttamaður og sterkari. OSP á eftir að clincha, pressa og þreyta Jimi. Ná honum niður í jörðina. OSP vinnur á dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: OSP hitti einn besta bardagamann allra tíma og ég held að það hafi gert OSP betri. Þetta eru tveir höggþungir menn og báðir ágætlega tæknilegir. Sé fyrir mér rothögg a la Sigga Kling og segi OSP KO í 1. lotu.

Jimi Manuwa:
Ovince St. Preux: Pétur, Óskar, Guttormur, Sigurjón, Brynjar.

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular