Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 204

Úrslit UFC 204

ufc204_bisping_hendoUFC 204 fór fram um miðja nótt í Manchester nú rétt í þessu. Michael Bisping mætti Dan Henderson í aðalbardaga kvöldsins en bardagakvöldið reyndist vera frábær skemmtun.

Michael Bisping tókst að verja millivigtarbeltið sitt gegn Dan Henderson í mögnuðum bardaga. Henderson kýldi Bisping niður í 1. og 2. lotu og var ansi nálægt því að klára hann í bæði skiptin. Bisping sýndi þó ótrúlega seiglu og lifði af.

Gegard Mousasi leit vel út er hann kláraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu og sama gerði Jimi Manuwa er hann kláraði Ovince St. Preux.

Aðeins tveir bardagar fóru allar þrjár loturnar og var bardagakvöldið frábær skemmtun. Albert Tumenov tapaði í endurkomi sinni eftir tapið gegn Gunnari Nelson í Rotterdam og tapaði aftur eftir „rear naked choke“ hengingu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Michael Bisping sigraði Dan Henderson eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Gegard Mousasi sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi eftir 2:43 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Jimi Manuwa sigraði Ovince Saint Preux með rothöggi eftir 2:38 í 2. lotu.
Þungavigt: Stefan Struve sigraði Daniel Omielańczuk með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 1:41 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Mirsad Bektić sigraði Russell Doane með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:22 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt: Iuri Alcântara sigraði Brad Pickett með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 1:59 í 1. lotu.
Bantamvigt: Damian Stasiak sigraði Davey Grant með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:56 í 3. lotu.
Veltivigt: Leon Edwards sigraði Albert Tumenov með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:01 í 3. lotu.
Léttvigt: Marc Diakiese sigraði Łukasz Sajewski með tæknilegu rothöggi eftir 4:40 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Mike Perry sigraði Danny Roberts með rothöggi eftir 4:40 í 3. lotu.
Léttvigt: Leonardo Santos sigraði Adriano Martins eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular