spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 240

Spá MMA Frétta fyrir UFC 240

UFC 240 fer fram í nótt. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Embed from Getty Images

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Frankie Edgar

Pétur Marinó Jónsson: Enn einn titilbardaginn fyrir Frankie Edgar og var ég ekkert brjálæðislega spenntur fyrir þessum bardaga þegar hann var fyrst tilkynntur en nú er meiri spenna í manni. Maður er svona smá orðinn þreyttur að sjá Frankie Edgar fá titilbardaga sem hann tapar, svona svipað og Urijah Faber á tímabili. En, Frankie Edgar er með vopn sem maður hefur ekki séð Holloway þurft að eiga við. Hann er ennþá með hraða, er snöggur að skjóta í lappirnar og er með solid box. Ef hann getur blandað fellunum og höggunum vel saman gæti hann valdið Holloway vandræðum. Hann er samt orðinn 37 ára gamall og vann síðast Cub Swanson í apríl í fyrra sem segir okkur ekki mikið í dag.

Það sem gefur Edgar og hans liði kannski helst von í mínum huga er hvernig Holloway kemur til leiks í kvöld. Það er ekki langt síðan hann fór í brutal fimm lotu stríð við Dustin Poirier og ég er alltaf að bíða eftir að þessi niðurskurður hans í fjaðurvigt fari að hafa áhrif á frammistöðu hans í búrinu. Auk þess var Holloway að tapa í fyrsta sinn í langan tíma og kannski kemur hann pínu brotinn inn í þennan bardaga og sjálfstraustið ekki upp á 10. Ég held samt að Holloway sé bara mun betri bardagamaður í dag. 10 árum yngri, með mjög gott box, góða felluvörn og getur haldið endalaust áfram. Holloway vinnur með TKO seint í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Frankie Edgar er frábær alhliða bardagamaður enn í dag en þetta verður erfitt fyrir hann í kvöld. Stíll Holloway ætti að vera algjör martöð fyrir Edgar og hann er með jafn góðan eldsneytistank. Holloway boxar Edgar sundur saman og klárar bardagann í 4. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Frábær bardagi. Ég held að Edgar sé sýnd veiði en ekki gefin og þó að Holloway sé hávaxnari, með örlítið lengri faðm, meira volume standandi og frábæra felluvörn er eitthvað sem segir mér að Edgar eigi eftir að stríða honum. Á pappír ætti Holloway að vinna þennan en ég ætla að veðja á underdog. Ég tippa á að Holloway haldi góðri fjarlægð fyrst um sinn en að Frankie nái fellum eftir því sem líður á bardagann, þreyti Max með stöðugu chain wrestling, stjórni toppstöðunni og sigri á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er skemmtilegur bardagi en það eru svo ótrúlega margar spurningar í kringum hann. Hvaða áhrif hefur niðurskurðurinn á Holloway? Er áran hans horfin eftir tapið gegn Poirier? Hvar stendur Frankie í dag, er hann nógu góður til að sigra Holloway? Þetta eru bara nokkrar spurningar sem ég hef um þennan bardaga. Ég held samt að Holloway sé nógu góður til þess að nota sína líkamsbyggingu á réttan hátt og ná að halda Frankie frá sér og sigra á stigum. 

Max Holloway: Pétur, Óskar, Arnþór
Frankie Edgar: Guttormur

Embed from Getty Images

Fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Felicia Spencer

Pétur Marinó Jónsson: Það góða við þennan bardaga er að Felicia Spencer er ekki bara einhver bantamvigtarkona sem er að fara upp til að mæta Cyborg. Hún á í alvörunni heima í fjaðurvigt og er bara mjög flink bardagakona. Vandamálið er að ég held að það sé bara himinn og haf á milli Cyborg/Nunes og annarra í fjaðurvigt. Spencer fer í fellu en Cyborg stoppar það og vinnur með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Það verður áhugavert að sjá Cyborg koma aftur eftir hræðilegt tap en sennilega fáum við gömlu góðu Cyborg í morðhugleiðingum. Spencer þarf að koma þessu í gólfið en það mun reynast strembið. Cyborg rotar Spencer í fyrstu.

Guttormur Árni Ársælsson: Cyborg murkar alla sem heita ekki Amanda Nunes. Rothögg eftir 45 sek í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er líka spurningin með það hvort að áran hjá Cyborg sé horfin líkt og hjá Holloway? En ég held að Cyborg sé ennþá of mikið skrímsli til þess að fara að tapa svona bardaga og ætti að sigra örugglega. Ég spái TKO í annarri lotu.

Cris ‘Cyborg’ Justino: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Felicia Spencer: ..

Embed from Getty Images

Veltivigt: Geoff Neal gegn Niko Price

Pétur Marinó Jónsson: Mjög spenntur fyrir þessum bardaga enda tveir mjög skemmtilegir bardagamenn sem eru flinkir standandi. Niko Price er sennilega höggþyngri en held að Neal sé tæknilega betri bardagamaður. Neal sigrar Price eftir dómaraákvörðun í fínasta bardaga.

Óskar Örn Árnason: Þessi ætti að verða skemmtilegur, tveir mjög efnilegir á uppleið. Ég held að Neil sé þó einfaldlega betri, hann sigrar á TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Góður bardagi hjá tveim spennandi prospects. Neil er betri og ætti að sigra. TKO í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hér eru tveir áhugaverðir kappar að mætast á áhugaverðum stað á ferlinum. Það er rosalega mikið happa-glappa hvor þeirra sigrar, en ég set mína peninga á Niko Price.

Geoff Neal: Pétur, Óskar, Guttormur
Niko Price: Arnþór

Embed from Getty Images

Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier gegn Arman Tsarukyan

Pétur Marinó Jónsson: The Canadian Gangster, Olivier Aubin-Mercier, er ekki sá vinsælasti en ég hef mjög gaman af honum sem karakter. Hann er mjög kæfandi glímumaður og það er kannski ekki alltaf skemmtilegasti stíllinn til að horfa á. Arman Tsarukyan átti frábæra frumraun þrátt fyrir tap gegn Islam Makhachev og lofar ansi góðu. Ég held að þetta sé gæji sem á eftir að fara langt í léttvigtinni og mun vinna eftir dómaraákvörðun gegn reynsluboltanum OAM.

Óskar Örn Árnason: Nokkuð áhugaverður glímubardagi en ég er takmarkað spenntur. Tek OAM á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef aldrei verið mikill Aubin-Mercier maður en Tsarukyan er spennandi bardagakappi. Hann tók sinn fyrsta bardaga í UFC með skömmum fyrirvara gegn Islam Makhachev í co-main event í apríl síðastliðnum. Þrátt fyrir það fékk hann frammistöðubónus og reyndist erfitt próf fyrir Makhachev. Fyrir þann bardaga hafði hann sigrað 12 í röð. Tsarukyan pakkar Aubin-Mercier í þrjár lotur og tekur dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það litla sem ég hef séð af OAM gefur mér næga ástæðu til þess að giska á að hann sigri sinn andstæðing í kvöld, sem ég hef aldrei heyrt um. Sá tapaði reyndar fyrir Islam Makhachev í vor í fínum bardaga.

Olivier Aubin-Mercier: Óskar, Arnþór
Arman Tsarukyan: Pétur, Guttormur

Embed from Getty Images

Millivigt: Marc-André Barriault gegn Krzysztof Jotko

Pétur Marinó Jónsson: Marc-André Barriault var ekkert sérstaklega sannfærandi í frumraun sinni í UFC að mínu mati. Það er erfitt að vita hvar hann stendur í dag en miðað við þá frammistöðu á Jotko að vinna þetta. Jotko var í veseni og næstum því hættur en hann fór til íþróttasálfræðings og náði að rétta úr kútnum. Ég held að Jotko sé á góðum stað andlega í dag og vinni eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Tek sénsinn á nýliðanum þar sem Jotko hefur oft valdið mér vonbrigðum. MAB á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Barriault átti skemmtilega frumraun í UFC en tapaði. Jotko er mistækur svo þetta gæti dottið öðru hvoru megin. Skjótum á Barriault með rothöggi í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hérna er ég að skjóta voðalega mikið út í loftið og langar að giska á sigur hjá Jotko.

Marc-André Barriault: Óskar, Guttormur
Krzysztof Jotko: Pétur, Arnþór

Heildarstig ársins:

Guttormur: 22-13
Óskar: 22-13
Pétur: 20-15 
Arnþór: 16-9

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular