spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 243

Spá MMA Frétta fyrir UFC 243

UFC 243 fer fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya mætast í aðalbardaga kvöldsins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í millivigt: Robert Whittaker gegn Israel Adesanya

Pétur Marinó Jónsson: Einn besti bardagi sem UFC getur sett saman. Er mikill Whittaker maður en það eru auðvitað mörg spurningamerki sem fylgja honum þessa stundina. Hann hefur ekki barist við alvöru striker síðan hann mætti Uriah Hall árið 2015, hann hefur lítið barist undanfarin ár og þá bara við glímumenn (reyndar sturlaða glímumenn). Auk þess tók hann mikinn skaða í bardögunum gegn Romero og barist við ýmis meiðsli og veikindi. Hann er samt bara 28 ára gamall og gæti því enn verið í fínum málum.

Adesanya er auðvitað frábær standandi og gæti alveg tekið Whittaker í sundur standandi með spörkum og fléttum. Tímasetningarnar hans eru geggjaðar og eiga andstæðingar hans mjög erfitt með að sjá hvað er að koma. Kelvin Gastelum náði þó að meiða hann nokkrum sinnum og ég held að Whittaker (ef hann er enn sami bardagamaður) geti gert það líka. Svo má ekki gleyma því að Whittaker er orðinn fjandi góður glímumaður (var nálægt því að komast í Ólympíulið Ástrala í glímu) og gæti tekið upp á því að nota fellurnar. Adesanya hefur barist meira og litið fjandi vel út. Heilinn segir Adesanya en ég held alltaf með Whittaker og held hann taki þetta eftir dómaraákvörðun í geggjuðum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Þetta gæti verið besti bardagi ársins á pappírunum. Robert Whittaker er búinn að festa sig í sessi með Romero bardögunum og níu sigrum í röð. Síðasti gaurinn sem vann hann var nákvæmur sniper striker, Stephen Thompson, og rotaði hann í fyrstu lotu. Við vitum ekki ennþá alveg hversu góður Adesanya getur verið en ég hallast að honum í þessum bardaga, þó ég dýrki Whittaker. Segi að Adesanya útboxi og roti Whittaker í fjórðu lotu. Adesanya TKO í 4. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Mjög spennandi bardagi. Ein af stóru spurningunum sem allir eru að velta fyrir sér í þessum bardaga er hversu mikið á Robert Whittaker eftir á tankinum eftir tvær heimsstyrjaldir gegn Yoel Romero þar sem hann skemmdi ansi mikið í skrokknum á sér. Adesanya hefur litið frábærlega út í UFC og sýndi á sér nýja hlið í bardaganum gegn Kelvin Gastelum þar sem hann sýndi að hann er með góða felluvörn (sem gæti verið gott gegn Whittaker) og að hann þurfti að kafa djúpt og finna hvatningu í síðustu lotunum gegn Gastelum og vinna. Það er ekki erfitt að sjá hvernig þessi bardagi gæti spilast. Adesanya að halda fjarlægðinni gegn því að Whittaker reyni að troða sér inn fyrir án þess að taka of mikinn skaða. Mér finnst Whittaker það góður að hann eigi að geta komist frá því að vera rotaður af Adesanya og nái jafnvel að sigra þennan bardaga á stigum. Whittaker sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Bardagi ársins spái ég. Ég á erfitt með að veðja gegn Whittaker þó að stóra spurningarmerkið í þessum bardaga sé hvernig hann kemur aftur eftir meiðsli og veikindi. Ég held að þetta verði hörku bardagi en spái því að pressan hjá Whittaker reynist á endanum of mikil fyrir Adesanya. Bobby Knuckles sigrar á stigum í frábærum bardaga.

Robert Whittaker: Pétur, Arnþór, Guttormur
Israel Adesanya: Óskar

Léttvigt: Al Iaquinta gegn Dan Hooker

Pétur Marinó Jónsson: Mjög góður bardagi og erfitt að tippa á þennan. Gæti alveg séð báða vinna og sé alveg fyrir mér Hooker vinna með því að útboxa Iaquinta blóðgaðan í 15 mínútur. Iaquinta er samt harður að hann gæti haldið endalausri pressu áfram og komist inn, jafnvel tekið nokkrar fellur. Finnst Hooker líklegri til sigurs en hann vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég er mikill Hooker maður svo ég tek hann hiklaust. Iaquinta er góður alhliða bardagamaður, lúmskt hættulegur alls staðar. Ég held að gagnhöggin hjá Hooker og killer instinct skili honum sigri. Segjum að það verði á stigum út af hörku Iaquinta. Hooker eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er líka skemmtilegur bardagi á milli tveggja alvöru gaura sem eru nálægt toppnum í léttvigtinni. Iaquinta hefur gengið í gegnum ákveðna endurnýjun lífdaga á ferlinum eftir tapið gegn Khabib með stuttum fyrirvara. Það gerði hann að ákveðnu nafni í augum margra og hann hefur fengið að berjast meira og við betri menn heldur en áður. Hooker vann stóran sigur á James Vick í sínum síðasta bardaga og sendi Vick beinustu leið upp í veltivigt. Það sýnir okkur að ýmislegt er spunnið í Hooker. Hér fær hann stórt próf á móti Iaquinta sem er ekkert slor og er erfitt að klára. Ég held samt að Iaquinta sé of grjótharður og lifi af gegn Hooker og taki svo yfir og sigri á stigum. Engin áströlsk yfirtaka hér í kvöld. Iaquinta sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Dan Hooker er ógeðslega spennandi. Kominn í sex bardaga í röð án þess að fara í dómaraákvörun og spurning hvort honum tekst að klára Iaquinta. Al Iaquinta hefur aldrei verið rotaður en ég held að ef einhverjum á að takast það þá sé það Dan Hooker. Hooker nær góðu hné í fyrstu lotu og klárar bardagann með TKO.

Dan Hooker: Pétur, Óskar, Guttormur
Al Iaquinta: Arnþór

Þungavigt: Tai Tuivasa gegn Sergey Spivak

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er gefins bardagi fyrir Tuivasa. Smá fallbyssufóður til að búa til stemningu í Ástralíu og fá Tuivasa til að taka einn shoey á leið úr búrinu. Eina leiðin fyrir Sergey er að gera þetta ógeðslega leiðinlegt og halda Tuivasa upp við búrið í 15 mínútur. Tuivasa með rothögg í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Tuivasa hefur verið mjög misjafn í UFC. Hér fær hann andstæðinginn sem hann ætti að geta buffað nokkuð örugglega og það á heimavelli. Tuivasa KO 1. lota.

Arnþór Daði Guðmundsson: Minn maður ‘Bam Bam’ Tuivasa er mættur heim. Maðurinn með bleyjuhúðflúrin. Þetta er mikilvægur bardagi fyrir hann. Hann hefur tapað tveimur bardögum í röð en var ósigraður fyrir það. Hér fær hann erfiðan bardaga á heimavelli og hefur tækifæri til að gera vel fyrir framan 55.000 manns. Það verður einhver rotaður í þessum bardaga og ég held að það verði Spivak. Tuivasa sigrar á TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Þessi bardagi er softball fyrir Tuivasa sem mig grunar að UFC vilji halda inni vegna þess hve vinsæll hann er í heimalandinu og skemmtilegur karakter. Tuivasa með rothögg í fyrstu.

Tai Tuivasa: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Sergey Spivac: ..

Veltivigt: Luke Jumeau gegn Dhiego Lima

Pétur Marinó Jónsson: Ekkert sérstaklega spennandi bardagi. Dhiego Lima var eitt sinn 1-5 í UFC en hefur núna unnið tvo bardaga í röð. Hann hefur bætt sig og ef hann lætur ekki rota sig mun hann vinna. Lima eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Hér gæti ég kastað upp á krónu. Jumeau er efnilegur og verður á heimavelli. Lima hefur verið meðalmaður sem virðist vera búinn að bæta sig mikið. Tek bara sénsinn á Lima, TKO í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Dhiego Lima er bróðir Bellator meistarans Douglas Lima en hefur aldrei náð jafn háum hæðum og bróðir sinn. Með bardagaskorið 14-7 og orðinn 30 ára gamall er klukkan byrjuð að tifa að gera eitthvað á ferlinum. Jumeau er frá Nýja-Sjálandi og fær hérna stórt tækifæri nánast á heimavelli. Hann hefur ekki barist síðan í febrúar 2018 og gæti það haft áhrif á hann. Ég set mína peninga á Lima. Lima sigrar á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Lima hefur átt misjöfnu gengi að fagna en ég held að hann sé meiri reynslubolti en Jumeau og nái að squeeza út sigur eftir dómaraákvörðun.

Luke Jumeau: ..
Dhiego Lima: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur

Embed from Getty Images

Þungavigt: Justin Tafa gegn Yorgan de Castro

Pétur Marinó Jónsson: Úff, tveir þungavigtarmenn sem eru báðir að berjast sína fyrstu bardaga í UFC. Það gæti orðið stutt gaman en gæti líka orðið hrikalega slappt ef þetta fer út fyrir 1. lotuna. Tafa er bara 3-0, de Castro 5-0 og því báðir mjög grænir. Ómögulegt að giska en ég segi bara Tafa með rothöggi í 1. lotu og er langt í frá sannfærður.

Óskar Örn Árnason: Tveir grænir en ósigraðir gaurar sem ég hef aldrei heyrt um. Tek Tafa, KO 1. lota.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hér eru tveir sem ég veit ekki hverjir eru, skal viðurkenna það. Fá samt ágætis spotlight hérna og fá að berjast á main cardinu á risaleikvangi í Ástralíu. Hlutirnir gætu verið verri fyrir þessa. Segjum bara að de Castro vinni. De castro sigrar á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir nýliðar sem ég hef aldrei heyrt um áður. Lærisveinn Tafa er Mark Hunt svo ég spái því að hann taki walk off KO í 2. lotu.

Justin Tafa: Pétur, Óskar, Guttormur
Yorgan de Castro: Arnþór

Heildarstig ársins:

Óskar: 33-23
Pétur: 32-24
Guttormur: 32-24 
Arnþór: 26-14

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular