0

Kristján Helgi með sigur á Battle Grapple

Kristján Helgi Hafliðason keppti á Battle Grapple glímukvöldinu fyrr í dag. Kristján kláraði Nick Forrer með armlás þegar glíman var um það bil hálfnuð.

Battle Grapple var með sinn sjötta glímuviðburð í dag. Kristján Helgi úr Mjölni var í 5. glímu dagsins og mætti hann svartbeltingnum Nick Forrer í 10 mínútna glímu.

Forrer settist strax niður (e. guard pull) og reyndi Kristján að komast framhjá löppunum. Kristján náði tvisvar að komast framhjá löppunum en náði ekki að koma sér almennilega fyrir í stöðunni. Kristján náði síðan að taka bakið á Forrer þegar tæpar tvær mínútur voru búnar af glímunni.

Kristján hélt bakinu vel og reyndi að komast undir hökuna á Forrer til að ná hengingunni. Forrer varðist þó vel en átti erfitt með að sleppa úr stöðunni. Kristján skipti þá yfir í kimura og þaðan í armlás. Forrer neyddist til að tappa út og sigraði því Kristján með uppgjafartaki.

Virkilega vel gert hjá Kristjáni en upphaflega átti Halldór Logi Valsson einnig að keppa á mótinu en andstæðingur hans meiddist í vikunni.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.