0

UFC 243 úrslit

UFC 243 fór fram í nótt í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það er kominn nýr kóngur í millivigtinni! Israel Adesanya rotaði Robert Whittaker í 2. lotu og er óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya sigraði Robert Whittaker með rothöggi eftir 3:33 í 2. lotu
Léttvigt: Dan Hooker sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-26).
Þungavigt: Sergey Spivak sigraði Tai Tuivasa með hengingu (arm-triangle choke) eftir 3:14 í 2. lotu.
Veltivigt: Dhiego Lima sigraði Luke Jumeau eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Þungavigt: Yorgan de Castro sigraði Justin Tafa með rothöggi eftir 2:10 í 1. lotu.

ESPN 2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Jake Matthews sigraði Rostem Akman eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Callan Potter sigraði Maki Pitolo eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Brad Riddell sigraði Jamie Mullarkey eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt kvenna: Megan Anderson sigraði Zarah Fairn dos Santos           með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 3:57 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (128 pund): Ji Yeon Kim sigraði Nadia Kassem með tæknilegu rothöggi (body punches) eftir 4:59 í 2. lotu.
Hentivigt (137 pund): Khalid Taha sigraði Bruno Gustavo Aparecido da Silva með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:00 í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.