Thursday, April 25, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 246

Spá MMA Frétta fyrir UFC 246

UFC 246 er í kvöld þar sem Conor McGregor mætir Donald Cerrone. Líkt og fyrir öll stærstu kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Veltivigt: Conor McGregor gegn Donald Cerrone

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður gríðarlega forvitnilegt en ef Conor er svona 70% af þeim bardagamanni sem hann var 2016 þá er þetta mjög borðliggjandi sigur fyrir Conor. Cerrone er oft lengi í gang, byrjar hægt, þolir illa pressu, hefur átt í erfiðleikum með örvhenta andstæðinga (Darren Till, Leon Edwards, Rafael dos Anjos, Robbie Lawler, Nate Diaz) og er ekki lengur með frábæra höku. Conor byrjar alltaf af miklum krafti, setur upp mikla pressu, er með eitraða beina vinstri og finnur nánast alltaf hökuna á andstæðingum sínum.

En! Cerrone er mjög hæfileikaríkur bardagamaður og sigurlíkur hans snarhækka því lengra sem líður á bardagann. Hann er með góð spörk sem geta klárlega hægt á og meitt Conor. Cerrone getur gert þetta að dogfight og þannig tekið yfir bardagann en ég held einhvern veginn alltaf að hakan muni svíkja Cerrone. Conor mun finna hökuna á Cerrone (svo lengi sem hann er ekki gjörsamlega búinn á því sem topp bardagamaður) að mínu mati og klárar Cerrone. Spái því að þetta verði rothögg seint í 1. lotu hjá Conor.

Óskar Örn Árnason: Ef Conor er upp á sitt besta ætti þetta að vera öruggur sigur fyrir Írann. Spurningin er, hvar er hann staddur í dag með allt ryðið og allt sem á undan hefur gengið? Cowboy er hrikalega solid og hættulegur en hakan er grunsamleg og hann byrjar hægt. Ég held að Conor nái honum snemma og klári hann um miðja fyrstu lotu. The king is back. Conor KO í 1. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Við erum búin að bíða lengi eftir því að sjá Conor snúa aftur í búrið eftir tapið gegn Khabib. Hann hefur talað um það að hafa ekki verið nógu fókuseraður í undirbúningnum fyrir þann bardaga og því er áhugavert að sjá hvernig hann bregst við tapinu gegn Khabib. Það er samt ekki hægt að gera ráð fyrir því að Conor labbi í gegnum Cowboy. Cerrone hefur sýnt það svo oft í gegnum tíðina að þegar maður er búinn að afskrifa hann þá fer hann bara á siglingu og jarðar mann. Cowboy hefur alltaf byrjað hægt og það gæti hjálpað Conor að lenda vinstri hendinni í fyrstu lotu eins og oft áður. En svo er spurningin hvort Conor nái að halda sama dampi ef bardaginn fer lengra en í lotu 2. Þá fer Cowboy að verða hættulegur. Cowboy hefur líka ógnina af gólfinu, þó svo að ég geri ekkert sérlega ráð fyrir því að hann fari að leita þangað sérstaklega, þó hann slái ekki hendinni á móti því ef bardaginn býður upp á það. Þetta verður bara spennandi að sjá hvernig bardaginn þróast en ég ætla að halda í gamla siði og spá Conor sigri og að hann lendi vinstri hendinni snemma og klári bardagann í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Stóra spurningin í þessum bardaga er hvernig ástandið á Conor er. Hann virðist vera í góðu formi en eins og flestir vita hefur verið talsvert um rugl á honum undanfarið í einkalífinu. Ef við gefum okkur að Conor sé buinn að taka þetta alvarlega þá held ég að Cowboy sé fínt matchup fyrir hann. Ég hef ekki trú á að Cowboy nái þessu í gólfið og held að Conor sé hættulegri standandi. Conor rotar hann í 2. lotu.

Conor McGregor: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Donald Cerrone: ..

Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington

Pétur Marinó Jónsson: Ótrúlega lítið spenntur fyrir þessum bardaga enda var fyrri bardagi þeirra síður en svo skemmtilegur. Holly Holm mun HISHA sig í gegnum 15 mínútur og gjörsamlega rústa loftinu 20 cm fyrir framan Pennington. Holm er tæknilega betri bardagakona en Pennington mun samt skora hjá dómurunum þar sem hún lendir litlum höggum hér og þar. Holm vinnur eftir klofna og mjög tæpa dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Bardaginn sem allir hafa verið að bíða eftir… ekki beint, en vonandi verður hann betri en sá fyrsti. Til að réttlæta annan titilbardaga eða eitthvað nálægt því þurfa þessar tvær að sýna eitthvað rosalegt. Vonandi verður þetta stríð sem endar með rothöggi en sennilega verður þetta leiðinlegur stick and move bardagi sem endar aftur með klofnum dómaraúrskurði. Ég held að Holly útboxi Pennington og taki þetta á stigum. Holm eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er bardagi sem gerir mann smá vonsvikinn að sé co-main bardagi á PPV kvöldi hjá Conor en við erum orðin góðu vön. Holm er orðin 38 ára og á kannski ekki mikið eftir en reynslan og boxið hennar ætti að vera meira en nóg til að klára þetta. Raquel Pennington er ein af þessum bardagakonum sem er ekki léleg í neinu en er kannski heldur ekki frábær í neinu. Holm vinnur þennan bardaga aftur á stigum og fær svo ábyggilega enn einn titilbardagann. 

Guttormur Árni Ársælsson: Ekki mest spennandi bardagi sem ég hef séð og örugglega mjög neðarlega á óskalista aðdáenda af bardögum til að endurtaka. Holly verður varkár en nær að sigra þetta á stigum.

Holly Holm: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormu
Raquel Pennington: ..

Embed from Getty Images

Þungavigt: Aleksei Oleinik gegn Maurice Greene

Pétur Marinó Jónsson: Skrítið að setja þennan bardaga á aðalhluta bardagakvöldsins. Maurice Greene er ágætis þungavigtarmaður og Oleinik hefur séð þetta allt. Ég held að Oleinik næli sér í sinn 46. sigur eftir uppgjafartak á ferlinum í kvöld. Oleinik með ezequiel choke í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Furðulegur bardagi á aðalhluta PPV bardagakvölds. Oleinik getur verið skemmtilegur en ég hef ekki mikið álit á Greene. Ég tek óskhyggjuna á þetta – segi að Oleinik taki Ezekiel choke og klári þetta í annarri lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Aleksei Oleinik er magnað kvikindi. Hann er 42 ára og hefur barist 71 MMA bardaga (57-13-1). Hann hefur sigrað nöfn eins og Mirko Cro Cop, Travis Browne og Mark Hunt og er í tólfta sæti á styrkleikalista þungavigtarinnar í UFC. Maurice Greene er bardagamaður sem gæti í raun langað til þess að fara með Oleinik í gólfið en þarf að passa sig á Ezekiel hengingunni frá Oleinik. Það er með þennan bardaga eins og aðra að það er erfitt að spá með 50/50 bardaga. Segjum að Greene sigri á dómaraákvörðun því Oleinik gerir lítið standandi.

Guttormur Árni Ársælsson: Ekki stærstu nöfnin sem maður hefur séð á PPV main cardi en oft eru það einmitt þannig bardagar sem koma á óvart. Ég held að Oleinik sigra þetta með uppgjafartgaki í þriðju lotu eftir að Greene þreytist.

Aleksei Oleinik: Pétur, Óskar, Guttormur
Maurice Green: Arnþór

Bantamvigt: Brian Kelleher gegn Ode Osbourne

Pétur Marinó Jónsson: Veit svo sem ekki mikið um Osbourne en hann virkar lunkinn á gólfinu eins og hann sýndi í Contender Series. Tippa á að hann klári Kelleher með uppgjafartaki í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta er showcase bardagi fyrir Kelleher. Hann er að fara að valta yfir þennan gæja. Kelleher með TKO í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Bardaginn gerir ekki mikið fyrir marga á pappírum en gæti orðið ein mest spennandi viðureign kvöldsins. Kelleher er sennilega betri alhliða bardagamaður en Osbourne sterkari standandi svo þetta er í raun spurning hvernig bardaginn þróast. Segjum að Kelleher sigri eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ekki mest spennandi bardagi heims á pappír. Ég held að Kelleher sé sterkari alls staðar og sigri þetta örugglega á stigum.

Brian Kelleher: Óskar, Arnþór, Guttormu
Ode Osbourne: Pétur

Léttvigt: Anthony Pettis gegn Carlos Diego Ferreira

Pétur Marinó Jónsson: Pettis er tæknilega betri sparkboxarinn og hættulegri. En Ferreira er með mikla pressu og góður í gólfinu sem gæti fengið Pettis til að vera hikandi standandi. Ferreira kom mér verulega á óvart gegn Mairbek Taisumov í haust og hefur nokkuð óvænt unnið fimm bardaga í röð. Pettis gæti náð góðum spörkum og höggum standandi en ég held að pressan frá Ferreira verði lykillinn í kvöld. Ferreira vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta er bardagi sem ég á svolítið erfitt með að spá. Pettis er mjög misjafn, getur litið frábærlega út en getur líka brotnað eins og kínverskt postulín. Ferreira hefur bætt sig mikið undanfarið og síðasti sigurinn hans gegn Taisumov var mjög flottur. Feirrara er góður glímumaður svo ég held að Pettis klári hann ekki þar. Rothögg er alltaf mögulegt hjá Pettis en mér finnst það ekki líklegt í þetta skipti af einhverjum ástæðum. Ég segi að Ferreira vinni þetta á pressu og glímu upp við búrið og taki þetta á stigum. Ferriera eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ferreira er búinn að vinna síðustu tvo bardaga sína og hefur litið út eins og erkitýpan af bardagamanni sem sigrar Anthony Pettis með því að gefa honum ekki pláss og vera alltaf ofan í honum. Pettis hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma síðustu misserin og það er eiginlega alltaf bara 50/50 hvaða útgafa af Anthony Pettis mætir. Ég vona að gamli góði Pettis mæti í kvöld og hann klári Ferreira, annað hvort með Showtime KO eða uppgjafartaki.

Guttormur Árni Ársælsson: Það er leitt að segja það sem Pettis aðdáandi en maður hefur sáralitla trú á honum orðið. Hann þolir illa að vera pressaður afturábak og það er eins og flestir séu búnir að fatta hvað hann gerir varðandi spörkin. Ég segi Ferreira á stigum.

Anthony Pettis: Arnþór
Carlos Diego Ferreira: Pétur, Óskar, Guttormur

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular