spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC Fight Night: Dillashaw vs. Cruz

Spá MMA Frétta fyrir UFC Fight Night: Dillashaw vs. Cruz

cruz dillashawÍ kvöld fer fram stærsti bardagi í sögu bantamvigtarinnar þegar T.J. Dillashaw mætir Dominick Cruz. Af því tilefni birtum við spá MMA Frétta fyrir stærstu bardaga kvöldsins.

Dillashaw-Cruz

Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Dominick Cruz

Pétur Marinó Jónsson: Það eru svo ótrúlega margar breytur fyrir þennan bardaga og því erfitt að spá í hann. Ég er búinn að skipta mjög oft um skoðun og á mjög erfitt með að ákveða mig hver er að fara að vinna. Báðir geta unnið en mig langar að sjá Cruz frekar vinna. Því meira sem ég les um bardagann því minna veit ég og verð bara enn óákveðnari. Ég ákvað samt að kasta upp á þetta og þar sigraði Dillashaw. TJ Dillashaw sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég vona virkilega að Cruz sigri en gruna einhvern veginn að Dillashaw sigri. Úthald og líkamlegt ástand Cruz er stærra spurningarmerki. Dillashaw eftir dómaraúrskurð. 

Óskar Örn Árnason: Ég held að Cruz verði of sleipur fyrir TJ. Kemur sér undan höggum, gerir meistarann pirraðan og refsar. Cruz sigrar sannfærandi á stigum.

Brynjar Hafsteins: Cruz er með besta fight IQ í MMA. Held að Cruz sé örlítið tæknilega betri. Verður forvitnilegt hvort öll þessi meiðsli hafi hægt á Cruz. Flestir spekingar telja að Dillashaw sigri en ég hallast að Cruz.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég vona að T.J. vinni þetta því ef Cruz vinnur á hann eflaust eftir að slasast og vera frá í sex mánuði. Það er erfitt að segja hver vinnur bardagann, báðir með svipaðan stíl. Held samt að meiðslin hafa hægt töluvert á Cruz og því mun T.J. taka þetta eftir dómaraákvörðun.

Oddur Freyr: Ég væri ekki hissa ef Dillashaw reynir að taka Cruz niður til að láta reyna á þá hlið. Allir vita að þeir eru báðir bestir standandi en bakgrunnur Dillashaw er í glímu. En þeir eru báðir ótrúlega snöggir og með rosalega góða fótavinnu svo það eru mestar líkur á að þeir dansi í kringum hvorn annan mestallan tímann og skiptist á mjög hröðum höggum án þess að ná að lenda af miklum krafti. Þeir eru samt báðir með höggþungann til að klára bardaga snögglega. Það stefnir þess vegna í mjög skemmtilegan og spennandi bardaga. Ef þetta fer í dómaraúrskurð held ég að Cruz taki þetta með reynslunni en þeir gætu báðir klárað þetta hvenær sem er.

TJ Dillashaw: Pétur, Guttormur, Eiríkur.
Dominick Cruz: Óskar, Brynjar, Oddur

anthonypettis-eddiealvarez

Léttvigt: Eddie Alvarez gegn Anthony Pettis

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er geggjaður bardagi. Ég er mikill Alvarez maður, fíla hann í botn en ég held samt að Pettis muni vinna og jafnvel klára Alvarez. Ég ætla að giska á að Pettis klári Alvarez með uppgjafartaki í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Alvarez sé þægilegt match up fyrir Pettis og að Pettis noti spörkin til að halda fjarlægð. Pettis sigrar eftir dómaraúrskurð. Svo fáum við vonandi að sjá Conor-Pettis bráðlega.

Óskar Örn Árnason: Ég vil ekki vanmeta Alvarez en ég held að Pettis taki þetta. Báðir eru hungraðir svo ég býst við skemmtilegum bardaga. Alvarez gæri reynt módelið sem RDA lagði upp en það tókst ekki t.d. hjá Gilbert Melendez. Pettis sigrar með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Brynjar Hafsteins: Pettis og Alvarez eru báðir hressandi standandi. Verður góður bardagi þar sem Pettis hefur vinningin.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að Pettis sé alveg með þetta. Væri gaman að sjá Pettis nota eitthvað af þessum spörkum sem hann er alltaf að sýna á samskiptamiðlum. En þetta ætti að vera auðveldur bardagi fyrir Pettis og spái ég honum sigri með T.K.O. í annarri lotu.

Oddur Freyr: Ég efast um að Alvarez hafi það sem þarf til að sigra Pettis. Hann gæti reynt að fylgja fordæmi RDA og pressa Pettis en ég hef trú á því að Pettis hafi undirbúið sig fyrir það nógu vel og sé með nægilega góða fótavinnu til að komast hjá pressunni frá Alvarez. Pettis gæti líka náð Alvarez með uppgjafartaki ef hann reynir að taka Pettis niður. Líklega sigrar Pettis á stigum með betri frammistöðu standandi.

Anthony Pettis: Pétur, Guttormur, Óskar, Brynjar, Eiríkur, Oddur.
Eddie Alvarez: ..

browne mitrione

Þungavigt: Travis Browne gegn Matt Mitrione

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er þungavigt og það þarf ekki nema eitt högg til að breyta öllu. Browne gæti haft betur ef hann myndi fara í fellur og vera skynsamur. En ég held hann muni ekki gera það og þessir tveir muni bara slugg it out. Browne er með verri vörn standandi að mínu mati og Mitrione er ágætis counter puncher. Mitrione verður fyrri til að hitta og sigrar með TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Browne gegn Mitrione er skemmtilegur þungavigtarbardagi. Browne rotar Mitrione í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta er bardagi sem Browne ætti að vinna en hver veit í þungavigt. Browne er ekki með bestu höku í heimi og Mitrione er hraður og nokkuð vanmetinn. Ég tek sénsinn, Mitrione rotar Browne í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Hef alltaf verið smá Mitrione aðdáandi, hann er hreyfanlegur fyrir þungavigtarmann og með skemtilegt box. Browne er hins vegar höggþyngri og notar fleiri hluti til þess að vinna. Browne með TKO.

Eiríkur Níels Níelsson: Browne er tæknilega betri bardagakappinn en þetta er þungavigt þannig það er alltaf erfitt að spá fyrir hver sigrar. En á pappír ætti Browne að hafa þetta. Browne sigrar með KO í annarri lotu.

Oddur Freyr: Travis Browne getur vel sigrað Mitrione ef hann berst skynsamlega og notar lengdina en Mitrione er samt stórhættulegur. Browne er með mikinn kraft og frekar fjölbreytt vopnabúr standandi en hann á það til að vera svolítið sloppy. Mitrione er með rosalegan sprengikraft og óvenju mikinn hraða miðað við stærð og gæti náð að refsa Browne fyrir tæknileg mistök. Ég ætla að giska á að Browne komi ekki jafn einbeittur inn í þennan bardaga og Mitrione vegna þess sem á hefur gengið undanfarin misseri og skjóta á að Mitrione nái Browne, jafnvel bara strax í fyrstu lotu.

Browne: Guttormur, Brynjar, Eiríkur,
Mitrione: Pétur, Óskar, Oddur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular