Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson (UFC 242)

Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson (UFC 242)

UFC 242 fer fram um helgina þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bjarki Ómarsson berst einnig um helgina og er því vel við hæfi að hann sé spámaður helgarinnar.

Bjarki berst á CAGE 48 bardagakvöldinu í Finnlandi á laugardaginn. Bjarki mætir þá Joel Arolainen í atvinnubardaga í fjaðurvigt en skulum gefa honum orðið.

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Dustin Poirier

Þetta verður ruglaður bardagi held ég. Er búinn að vera að hugsa þetta lengi. Velti því fyrir mér hvort að Dustin taki þetta á TKO og geri þetta eins og maður hélt að Conor myndi gera. Dustin er harður, hann gefst ekki upp og bardaginn er aldrei búinn fyrr en þetta er búið. En ég er að sjá Khabib vinna á decision. Pabbi hans verður í horninu í fyrsta sinn og svona, enda kemst hann aldrei til Bandaríkjanna kallgreyið. Khabib mun alltaf ná að taka hann niður, allavegna einu sinni í hverri lotu, halda honum upp við búrið og pressa á hann. Ég væri alveg til að sjá Dustin vinna. Hann er geggjaður, er farinn að fíla hann helling og er kominn á Dustin lestina. Held samt að þetta verði nokkuð öruggur sigur hjá Khabib eftir dómaraákvörðun.

Léttvigt: Edson Barboza gegn Paul Felder

Þetta er rematch og held að Barboza vinni aftur bara á dómaraákvörðun eins og síðast. Held að þetta verði bara nokkuð svipaður bardagi, bara standandi kickbox bardagi. Þar er held ég Barboza bara aðeins betri kickboxari og aðeins reyndari kickboxari. Barboza mun vinna með spörkunum sínum en nær ekki að klára.

Léttvigt: Davi Ramos gegn Islam Makhachev

Ég er kannski full leiðinlegur en held að þetta verði decision líka. Islam vinnur þetta eftir dómaraákvörðun eftir að hafa haldð Ramos upp við búrið. Þetta verður kannski ekki skemmtilegur bardagi en Islam vinnur eftir dómaraákvörðun.

Þungavigt: Curtis Blaydes og Shamil Abdurakhimov

Curtis Blaydes er búinn að tapa tvisvar fyrir Francis Ngannou og frekar lítið farið fyrir honum síðan. Vann Justin Willis um daginn reyndar. Ég held að Curtis taki þetta með rothöggi í 1. lotu, bara snemma, á fyrstu tveimur mínútunum. Curtis steinrotar Shamil standandi í 1. lotu.

Léttvigt: Carlos Diego Ferreira og Mairbek Taisumov

Diego Ferreira tapar. Taisumov vinnur með TKO í 3. lotu. Hann mun sjtórna þessu allan tímann og svo klára þetta í 3. lotu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular