spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða Spámaður helgarinnar: Dóri DNA (UFC 194)

Spámaður helgarinnar: Dóri DNA (UFC 194)

dóri dnaEitt stærsta bardagakvöld allra tíma fer fram á morgun. Við fengum Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, til að spá fyrir um úrslit kvöldsins.

Dóri DNA er uppistandari, rithöfundur og mikill áhugamaður um MMA. Hann mun lýsa UFC 194 á laugardaginn ásamt Bubba Morthens. Gefum Dóra orðið.

Þetta er náttúrlega eitt mest stacked card sögunnar. Þvílíkir bardagar. Allir bardagamennirnir þarna hafa verið í aðalbardaga á öðrum bardagakvöldum. Maður hefur ekki séð svona card síðan UFC 100 eða Pride Grand Prix. Þá tek ég það fram að síðast þegar ég var spámaður helgarinnar var ég með allt rétt. Það er eiginlega ógerningur núna, þetta er svo ótrúlega jafnt og spennandi. En samt.

holloway-and-stephens

Fjaðurvigt: Max Holloway gegn Jeremy Stephens

Max Holloway hefur ekki tapað síðan á móti Mystic Mac. Hann mun berjast um fjaðurvigtartitilinn von bráðar, ég er alveg viss um það. Geggjaður boxari. Stephens átti auðvitað frábæran sigur á UFC 189. Þetta er klassískt kraftur gegn lipurð og ég held að Holloway sé of tæknilegur fyrir Stephens. Mun pick him apart. 3. lota TKO eða dómaraákvörðun.

maia-vs-nelson2

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Demian Maia

Gunni hættir náttúrlega ekki að tala um hvað hann langi í gólfið með Maia. Væri ég hann myndi ég nú bara alveg sleppa því, ég meina til hvers? Það hefur verið sýnt fram á að ef Maia nær ekki mönnum í gólfið þá á hann ekki mikinn séns. Ef Gunni sýnir sama agression og fimi og hann gerði á móti Thatch á Maia ekki breik, því miður. Gunni, TKO, seint í fyrstu eða snemma í annarri.

souza romero

Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Yoel Romero

Þó svo að Romero sé einhver ótrúlegasa eintak af skrokki sem maður hefur séð, þá vantar eitthvað upp á hjá honum. Jacare er bara búinn að vera svo flottur og búinn að bæta sig svo svakalega standandi. Myndböndin af honum að leggja æfingafélaga með body shots. Romero er hættulegastur fyrst. Ég held að Jacare viti það, komi honum í gólfið. Þreyti hann. Klári hann svo með taki eða hnefunum. Ronaldo Souza TKO/sub 3. lota

weidman rockhold

Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Luke Rockhold

Mér finnst þessi bardagi eiginlega mest spennandi. Rockhold búinn að vera on a tear eins og maður segir. Hrikalega góður. Hins vegar held ég að Weidman sé bara skörinni ofar. Hann heldur ró sinni, panikkar ekki og er að mínum dómi einn sá besti í að skera hringinn í MMA, allavega hjá þeim stærri. Ég held að hann muni pressa Rockhold, sem mun á móti reyna koma honum í gólfið. Weidman scramblar sig ofan á og murrkar hann þar. Chris Weidman TKO 2. lota.

Conor aldo staredown

Titilbardagi í fjaðurvigt: José Aldo gegn Conor McGregor

MMA greinandinn í mér segir mér eitt, fanboyinn segir mér annað. Aldo er besti MMA fighter sögunnar, í alvöru. Bara öll þessi pancrase retorík – best wrestlers of the boxers, best boxers of the wrestlers finnst mér kristallast í Aldo. En hann er búinn að vera berjast við menn í hæsta gæðaflokki í tíu ár. Það er bara hellingur. Það er munur á Aldo núna og fyrir nokkrum árum. Bara eftir Hominick bardagann. Ég get alveg séð fyrir mér bardaga þar sem Aldo heldur velli, lætur McGregor ekki stýra sér. Sparkar í lærið á honum og vinnur sannfærandi fimm lotu decision sigur.

En Mystic Mac maður. Ég elska þennan mann. Í alvöru. Fight aðdáandinn í mér elskar hann, grín aðdáandinn líka. Hann er svo fokking nettur. Ég er sko búinn að ákveða að næst þegar hann kemur til Íslands ætla ég að suða í Gunna um að kynna okkur. Og bara þessum manni skjátlast ekki. Hann er með hrottalegt fight IQ og sýn á bardaga. Bara sem þjálfari í TUF les hann allar viðureignir mjög vel. Hann er í toppformi. Ég þori ekki öðru en að vera sammála hans eigin spádómi. McGregor KO 1. lota.

Heldur þú að þú vitir hverjir vinna á UFC 194? Sannaðu það á Fanaments.com og kepptu um €500 evru pottinn!

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er:

  1. Fara inná www.fanaments.com og stofna nýjan aðgang með prómó kóðanum MMAFRETTIR sem gefur frían miða í mótið.
  1. Smella á „Enter“ hjá mótinu „UFC 194 – €500 GTD“ og velja þína fimm bardagamenn.
  1. Staðfesta þitt val í mótið

Sannaðu fyrir þér og öðrum að þú vitir eitthvað um UFC! Skráðu þig núna og taktu þátt!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular