Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Gunnar Nelson (UFC 249)

Spámaður helgarinnar: Gunnar Nelson (UFC 249)

Mynd: Snorri Björns.

UFC 249 fer fram um helgina þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Gunnar Nelson spáir í bardaga helgarinnar.

Gunnar Nelson er spenntur fyrir bardögum helgarinnar enda langt síðan UFC var með bardagakvöld. Þar sem margir bardagaklúbbar eru lokaðir hefur reynst erfitt fyrir marga að æfa en Gunnar telur að það verði ekki mikill munur á mönnum þegar í búrið kemur þrátt fyrir skrítnar æfingabúðir.

„Ég held að það verði ekki mikill munur á mönnum. Þeir hljóta að hafa verið að æfa alveg á fullu mest allan tímann. Sumir af þessum karakterum hefur örugglega verið alveg slétt sama um það sem er í gangi. Eiga örugglega æfingafélaga og vini sem eru með svipaða hugsýn. Ég býst ekki við að sjá einhvern ægilegan mun á mönnum,“ segir Gunnar um bardagana á laugardaginn.

Titilbardagi um bráðabirgðartitil í léttvigt: Tony Ferguson gegn Justin Gaethje

Ég held að Gaethje vinni. Hann er helvíti seigur, það verður erfitt fyrir Tony að ná honum eitthvað niður. Þannig að þetta verður standandi, Tony hefur verið laminn niður nokkrum sinnum og Gaethje er helvíti höggþungur. Síðan er hann bara grjótharður og algjör scrapper líka. Ég held að hann vinni þetta. Mér finnst líklegt að hann TKO-i hann. Ekki viss hvenær, kannski í 2. eða 3. lotu.

Titilbardagi í bantamvigt: Henry Cejudo gegn Dominick Cruz

Það fer mikið eftir því hvernig Cruz mætir til leiks. Hann mætti helvíti sterkur til leiks þegar hann var búinn að vera meiddur í hnénu í langan tíma, tæp 3 ár. Held nú eiginlega með Cruz, hann er líka stærri. Ég ætla bara að negla á Cruz, hann vinnur eftir decision.

Þungavigt: Francis Ngannou gegn Jairzinho Rozenstruik

Ég ætla að segja Rozenstruik. Rothögg. Ég ætla að segja að hann taki þetta bara.

Léttvigt: Anthony Pettis gegn Donald Cerrone 

Ég held að Pettis vinni, held að hann sé aðeins seigari og aðeins ferskari, held það. Segi Pettis.

Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Uriah Hall

Þetta getur farið báðar leiðir, ekta striker vs. grappler. Ég held með mínum manni Souza, segi að hann taki þetta.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular