Friday, April 26, 2024
HomeErlentUFC 249: Jeremy Stephens sá eini sem klikkaði í vigtuninni

UFC 249: Jeremy Stephens sá eini sem klikkaði í vigtuninni

Vigtuninni fyrir UFC 249 er nú lokið. Báðir titilbardagarnir eru á dagskrá en Jeremy Stephens náði ekki vigt.

UFC 249 fer fram í Jacksonville í Flórída annað kvöld. Í vigtunni í dag var fyllsta öryggis gætt og góð fjarlægð á milli einstaklinga. Starfsmenn voru með andlitsgrímur og var vigtin sótthreinsuð reglulega.

Tveir titilbardagar eru á dagskrá annað kvöld og náðu allir fjórir vigt. Justin Gaethje og Tony Ferguson voru báðir 155 pund og þeir Henry Cejudo og Dominick Cruz 135 pund slétt.

Upphaflega átti UFC 249 að fara fram þann 18. apríl en var frestað vegna kórónaveirunnar. Þrátt fyrir frestunina ákvað Ferguson að ná vigt samt og er þetta því í annað sinn á þremur vikum sem Ferguson nær vigt.

Dominick Cruz berst sinn fyrsta bardaga á morgun í rúm þrjú ár en hann var ekki í vandræðum með að ná vigt að því er virðist.

Jeremy Stephens mætir Calvin Kattar í 145 pund fjaðurvigt en Stephens var 150,5 pund í vigtuninni. Stephens verður sektaður en þetta er í þriðja sinn sem Stephens klikkar í vigtuninni. Síðast klikkaði Stephens árið 2015.

Þrír þungavigtarbardagar eru á dagskrá á morgun. Francis Ngannou var 118,6 kg en hann mætir Jairzinho Rozenstruik sem var 117,9 kg. Greg Hardy var aðeins hálfu pundi undir þungavigtarmörkunum en hann var 120,4 kg og andstæðingurinn Yorgan De Castro 118,8 kg. Þeir Fabricio Werdum og Aleksei Oleinik voru öllu léttari en Werdum var 110 kg og Oleinik 103 kg.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular