Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Haukur Páll Sigurðsson (UFC 225)

Spámaður helgarinnar: Haukur Páll Sigurðsson (UFC 225)

Mynd: Aðsend.

UFC 225 fer fram á laugardaginn í Chicago í Bandaríkjunum. Tveir titilbardagar verða á dagskrá á laugardaginn en spámaður helgarinnar að þessu sinni er Haukur Páll Sigurðsson.

Haukur Páll er fyrirliði Vals í fótbolta en hann hefur fylgst með MMA um nokkurt skeið.  Haukur er æskuvinur Gunnars Nelson og byrjaði að fylgjast með MMA þegar Gunnar byrjaði að berjast í MMA. Áhuginn varð svo ennþá meiri hjá Hauki þegar Gunnar komst í UFC. Gefum honum orðið.

Veltivigt:  CM Punk gegn Mike Jackson

CM Punk er ekki að fara vinna einn né neinn í MMA bardaga, svo einfalt er það. Þannig að Mike Jackson klárar þennan bardaga í 1. lotu.

Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Tai Tuivasa

Tai er mikill rotari og spái ég því að hann roti Andrei í 2. lotu

Fjaðurvigt kvenna: Holly Holm gegn Megan Anderson

Eina sem ég veit um Megan er að hún berjast sinn fyrsta bardaga í UFC og spái ég því að Holly klári hana.

Bráðabirgðartitilbardagi í veltivigt: Rafael Dos Anjos gegn Colby Covington

Vona svo innilega að RDA vinni Colby og það sannfærandi. Held að þetta verði samt flottur bardagi sem RDA mun á endanum vinna.

Titilbardagi í millivigt: Robert Whittaker gegn Yoel Romero

Annað sinn sem þeir mætast en síðast vann Whittaker eftir dómaraákvörðun. Ég held að Yoel náði að rota Whittaker að þessu sinni og það með flying knee í annarri lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular