spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kolli boxari (UFC Rotterdam)

Spámaður helgarinnar: Kolli boxari (UFC Rotterdam)

gunnar kolli
Mynd: Af Facebook síður Kolbeins

Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á morgun á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Við fengum nafna hans, Gunnar Kolbein Kristinsson, til að spá í stærstu bardaga kvöldsins.

Gunnar Kolbeinn, eða Kolli eins og hann er oftast kallaður, er eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum. Kolli sigraði sinn fimmta atvinnubardaga í síðasta mánuði og stefnir á að berjast um mánaðarmótin. Gefum honum orðið.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Albert Tumenov

Þegar ég sá þetta matchup fyrst var ég satt besta að segja alls ekki sannfærður um að Gunni myndi vinna. Tumenov er mjög hættulegur og teknískur striker sem setur sig 110% í þetta á æfingum og í búrinu. Þá fannst mér þetta frekar erfiður bardagi fyrir Gunna komandi af Maia bardaganum.

En eftir að hafa legið yfir þessu og hugsað þetta fram og aftur þá held ég að glíman hans Gunna trompi strikingið hans Tumenov. Karate stíllinn hans Gunna á eftir að valda Tumenov vandræðum sem á eftir að vaða áfram með hausinn á undan sér. Þar mun Gunni ná fellu og vinnur með uppgjafartaki, rear naked choke í fyrstu lotu.

Þungavigt: Stefan Struve gegn Antonio „Bigfoot“ Silva

Þeir eru báðir risa stórir gaurar með power en aftur á móti eru þeir báðir með ávana að verja höggin með hausnum á sér og eru rosalega opnir. Þessi bardagi virðist vera síðasti séns fyrir báða þar sem þeir eru báðir med þrjú töp í síðustu fjórum bardögum. Þessi bardagi verður algjört slöggfest býst ég við. Ég segi að Struve vinni með rothöggi í fyrstu lotu.

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Andrei Arlovski

Þeir eru báðir góðir tæknilegir þungaviktarar með power í báðum höndum. Overeem hefur verið rosalega óstöðugur á ferlinum, unnið stóra bardaga og tapað svo fyrir bara einhverjum en er á skriði núna. Arlovski finnst manni búinn að vera að þessu að eilífu og kannski tíminn farinn að vinna gegn honum eins og í seinasta bardaga hans þar sem hann átti ekki séns.

Ég held að Overeem sé búinn að taka sig í gegn og vinni með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular