Eins og kom fram í frétt frá MMA Fréttum fyrir helgi sendi VBC út 21 ungmenni og 3 fullorðna á stórt Jiu Jitsu mót um helgina í Dublin, Írlandi haldið af Grappling Industries.
Hópurinn stóð sig gríðarlega vel en þau koma heim með 9 gull, 10 silfur og 11 brons verðlaun.
Af 50 klúbbum skráðum í ungmennaflokki voru aðeins 3 sem skoruðu fleiri stig en VBC á mótinu.
Sigurdís Helgadóttir sigraði allar glímurnar sínar án þess að fá eitt einasta stig skorað gegn sér og fór heim með gullið í bæði í Gi og Nogi flokki. Hún keppti í -65,7kg Gi flokki, sem er hennar eðlilegi flokkur, en fór upp um meira en 10kg og keppti í -77kg Nogi flokki.
Dóttir hennar, Camilla Rós Árnadóttir, tók líka gullið í bæði Gi og Nogi flokki og var þar að auki að keppa gegn strákum.
Hallur Sigurðsson tók gullið í hvítbeltinga Gi flokki og keppti svo í blábeltinga Nogi flokki þar sem honum tókst að ná þriðja sæti
Birgir Þór Stefánsson komst ekki á pall en náði samt sem áður að vinna sigurvegara síns flokks og var hann sá eini sem tókst það.
Það stóð til að Eiður Sigurðsson, yfirþjálfari barnastarfsins, myndi einnig keppa en því miður fékk hann ekki tækifæri til þess í þetta skiptið.
Þetta verður að teljast stórglæsilegur árangur og mikil reynsla í bankann fyrir ungu lærisveina Eiðs og félaga í VBC sem og eldri þátttakenda sem eru ný í sportinu að keppa í fyrsta skipti erlendis.