spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStutt viðtöl við sigurvegara Mjölnis Open unglinga í BJJ

Stutt viðtöl við sigurvegara Mjölnis Open unglinga í BJJ

drífa
Drífa Rós.

Glæsilegt unglingamót Mjölnis í BJJ fór fram þann 24. maí en þar tókust á framtíðarstjörnur íþróttarinnar hér á Íslandi. Drífa Rós Bjarnadóttir og Viggó Einar Maack Jónsson stóðu uppi sem stjörnur mótsins en þau bæði sigruðu sína þyngdarflokka og opinn flokk stúlkna og drengja.

MMA Fréttir fékk þau til að svara nokkrum spurningum.

Værir þú til í að kynna þig fyrir lesendum MMA Frétta?

Ég heiti Drífa Rós Bjarnadóttir og stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég æfi brasilískt jiu-jitsu hjá VBC í Kópavogi.

Hvað hefuru stundað brasilískt jiu-jitsu lengi?

Ég byrjaði fyrir tveimur mánuðum síðan.

Þú sigraðir Mjölnir Open unglinga eftir svo stuttan tíma, hvernig fannst þér ganga?

Mér fannst ganga rosalega vel. Ég bjóst ekki við þessu en þetta gekk gríðarlega vel. Ég er mjög sátt við útkomu mótsins. Mér fannst úrslitaglíman í Opnum flokki stúlkna mjög skemmtileg og mér fannst ég læra mikið.

Hvað kom til að þú byrjaðir í BJJ?

Mér hefur alltaf fundist bardagar áhugaverðir en ég fór að hafa áhuga á bardagaíþróttum þegar ég var 14 ára. Ári seinna kynntist ég Mixed Martial Arts (MMA). Mig langaði alltaf að prófa MMA en þar sem ég var á fullu í öðrum íþróttum frestaði ég því alltaf. Eftir að hafa neyðst til að hætta í þeim íþróttum vegna meiðsla þá óttaðist ég að prófa bardagaíþróttir. Ég tók svo ákvörðun að prófa BJJ og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.

Hver eru framtíðarplönin í bardagaíþróttum ?

Ég stefni einfaldlega upp á topp. Ég ætla að setja mun meiri áherslu á glímu heldur en box og spörk. Vonandi í framtíðinni fæ ég að keppa á flottum BJJ mótum.

 

Viggó
Viggó Einar er fyrir miðju.

 

Værir þú til í að kynna þig fyrir lesendum MMA Frétta?

Ég heiti Viggó Einar Maack Jónsson.

Hvað hefur stundað brasilískt jiu-jitsu lengi?

Ég hef stundað BJJ í eitt og hálft ár.

Hvað kom til að þú byrjaðir í BJJ ?

Bróðir minn, Jóhann Páll Jónsson, stundaði þetta og þá fékk ég smá sýn á íþróttina og mér leyst bara verulega vel á hana.

Þú sigraðir Mjölnir Open unglinga nýlega, hvernig fannst þér ganga?

Mótið gekk verulega vel, smá stress í byrjun en síðan róaðist maður þegar leið á mótið.

Hver eru framtíðarplönin í bardagaíþróttum?

Framtíðarplönin eru bara að fara út að keppa í BJJ og bæta upp á tæknina.

MMA Fréttir óskar báðum sigurvegurum og öllum keppendum til hamingju með góða frammistöðu.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular