spot_img
Saturday, November 2, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRustam Khabilov getur kastað hverjum er

Rustam Khabilov getur kastað hverjum er

Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til.

Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá neðst í fréttinni.

52rustam-khabilov-vs-vinc-pichel-720p-hd-3-german-suplexes-copy-2
Khabilov rotar Pichel með „suplex“ kasti.

Í öðrum UFC bardaga hans mætti hann Yancy Medeiros. Aftur náði hann „suplex“ kasti en í kastinu lenti Medeiros illa með þeim afleiðingum að þumallinn fór úr lið. Dómarinn stöðvaði bardagann þrátt fyrir mótmæli Medeiros.

Hans þriðji UFC bardagi endaði með dómaraákvörðun en þar sigraði hann reynsluboltann Jorge Masvidal. Í bardaganum sýndi Khabilov mikla framför í spörkunum sínum sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.

Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum.

Khabilov Khabib
Khabib Nurmagomedov (til vinstri) og Rustam Khabilov (til hægri).

Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov.

Khabilov er aðeins með eitt tap á ferlinum en það kom gegn Ruslan Khaskhanov sem berst í léttþungavigt. Bardaginn var jafn en endaði með sigri Khaskhanov eftir klofna dómaraákvörðun. Tap gegn Henderson er ekki alslæmt þar sem Henderson er stórt nafn en sigur myndi koma honum ansi ofarlega í léttvigtinni.

Khabilov æfir hjá Greg Jackson í Jackson’s MMA í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Þar eru þjálfararnir og æfingaraðstaðan upp á 10 en hann er ekki eini Rússinn sem æfir þar. Ali Bagautinov berst um titilinn í fluguvigtinni á UFC 174 eftir rúma viku en hann æfir á sama stað og Khabilov. Nýjustu fregnir herma að Khabilov og Bagautinov hafi rifist heiftarlega og slegist eftir æfingu í maí. Sagan segir að Khabilov hafi einfaldlega lamið Bagautinov í klessu á æfingu en fluguvigtarmaðurinn brást illa við. Þess má geta að báðir eru þeir frá Dagestan og telja sig ekki vera Rússa en nánar má lesa um það hér.

Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.

 

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular