Sunday, May 26, 2024
HomeForsíðaMyndband: Jon Jones sendir aðdáendum tóninn

Myndband: Jon Jones sendir aðdáendum tóninn

UFC léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones hefur mikið verið milli tannanna á fólki í ljósi þess að hann neitar að berjast við Alexander Gustafsson. Meistarinn sendi frá sér áhugavert myndband á Instagram á dögunum.

Í stað þess að berjast við Gustafsson vill Jones frekar berjast við Daniel Cormier. Margir aðdáendur segja Jon Jones vera hræddan og þori ekki aftur í Gustafsson. Nýlega sendi Jones frá sér myndband þar sem hann svarar þessum aðdáendum. Hann eyddi þó myndbandinu af Instagram stuttu síðar en aðdáendur voru snöggir að færa það yfir á Youtube þar sem hann hefur áður reynt að eyða myndböndum og myndum út af Instagram. Myndbandið lifir góðu lífi á Youtube og má sjá hér að neðan.

Svo virðist sem Jon Jones sé hættur að reyna að vera hógvær og sé óhræddur við að sýna hrokafulla hegðun. Þetta gerir hann óvinsælli meðal aðdáenda en gæti skilað honum hærri PPV (pay per view) tekjum þar sem aðdáendur munu vilja sjá hann tapa. Þeir gætu elskað að hata hann eins og margir gera með Floyd Mayweather.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular