Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaConor McGregor fær nýjan andstæðing - Cole Miller meiddur

Conor McGregor fær nýjan andstæðing – Cole Miller meiddur

UFC 146 - Weigh In
Diego Brandao.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum MMA Frétta er Cole Miller meiddur og getur ekki barist við Conor McGregor í Dublin í júlí.

Í hans stað kemur Brasilíumaðurinn Diego Brandao en þeir þóttu líklegir til að mætast áður en McGregor meiddist í hnénu í ágúst í fyrra. Diego Brandao barðist síðast gegn Dustin Poirier þar sem hann var rotaður en fram að því hafði hann sigrað þrjá bardaga í röð. Brandao sýndi undarlega hegðun í aðdraganda bardagans en samkvæmt Poirier hótaði Brandao að stinga hann í vigtuninni.

Brandao er í 15. sæti á styrkleikalista UFC og sigraði 14. seríu The Ultimate Fighter. Hann æfir hjá Greg Jackson í einum virtasta bardagaklúbbi heims, Jackson’s Mixed Martial Arts í Nýju-Mexíkó. Það er því nokkuð ljóst að Brandao er afar spennandi andstæðingur fyrir McGregor og verður aðalbardaginn í Dublin frábær skemmtun.

Conor McGregor barðist síðast þann 17. ágúst í Boston þar sem hann sigraði Max Holloway örugglega eftir dómaraákvörðun. Á sama kvöldi sigraði Diego Brandao Daniel Pineda eftir dómaraákvörðun. Eftir bardagana talaði John Kavanagh, þjálfari McGregor, að hann væri til í að sjá sinn mann og Brandao berjast. Diego Brandao tók áskoruninni en eins og hefur áður komið fram meiddist McGregor. Brandao var ekki par sáttur við það og sagði þetta á Twitter.

Screen Shot 2014-06-03 at 23.02.43

 

Hvorugir bardagamannanna eru þekktir fyrir að sitja á skoðunum sínum og ættu viðtölin fyrir bardagana að verða ansi skemmtileg.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular