spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig með öruggan sigur

Sunna Rannveig með öruggan sigur

screen-shot-2016-09-24-at-03-32-08Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn fyrsta atvinnubardaga fyrr í kvöld. Sunna vann allar loturnar gegn Ashley Greenway og var sigurinn aldrei í hættu.

Sunna stjórnaði pressunni allan tímann og átti bardagann nánast allan tímann. Pressan hjá Sunnu kom Greenway aðeins úr jafnvægi og virtist sem henni væri örlítið brugðið í byrjun. Greenway ógnaði með spörkum og snúandi árásum eins og „spinning backfist“ en Sunna lét það hafa lítil áhrif á sig og pressaði áfram.

2. lotan var sú besta frá Sunnu. Sunna komst fyrir aftan Greenway standandi og fylgdi henni eftir í gólfið. Sunna var með bakið á Greenway í dágóðan tíma og náði að hitta inn nokkrum góðum höggum á meðan hún reyndi að komast undir hökuna í hengingu. Greenway varðist þó vel náði að sleppa undir lok lotunnar.

Síðasta lotan var nokkuð lík 1. lotunni. Greenway reyndi aftur „spinning backfist“ en hitti ekki og náði Sunna bakinu í kjölfarið og henti henni niður. Greenway náði að standa fljótlega upp aftur eftir tilraunir til uppgjafartaka. Á þessum tímapunkti var ljóst hvert sigurinn væri að fara en Sunna var að stjórna allan tímann hvert bardaginn fór. Greenway skaut inn í fellu í lot lotunnar en Sunna varðist auðveldlega.

Sigurinn var því öruggur Sunnu í vil og tók hún allar þrjár loturnar. 30-27 niðurstaðan hjá öllum dómurunum og fyrsti sigurinn í höfn hjá Sunnu.

Atvinnuferillinn byrjar vel hjá Sunnu en hún varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að berjast atvinnubardaga í MMA. Sunna getur fengið sér Nutella með góðri samvisku í kvöld eftir frábæra frammistöðu.

Til hamingju Sunna og til hamingju Mjölnir! Hér að neðan má sjá nokkrar frábærar myndir sem Kjartan Páll Sæmundsson tók.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular