spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomePodcastTappvarpið 31. þáttur: UFC 210 og umræða um Gunnar Nelson og Sunnu...

Tappvarpið 31. þáttur: UFC 210 og umræða um Gunnar Nelson og Sunnu Rannveigu

Tappvarpið podcastÞað er langt síðan við tókum upp Tappvarp og löngu tímabært. Í 31. þætti Tappvarpsins fórum við yfir UFC 210, gagnrýninga sem Gunnar fékk frá ýmsum sérfræðingum og bardaga Sunnu Rannveigar í Invicta.

UFC 210 fór fram um síðustu helgi og gekk ýmislegt á þar. Daniel Cormier varði léttþungavigtarbelti sitt og Gegard Mousasi sigraði Chris Weidman á skrítnu bardagakvöldi.

Við höfðum ekkert rætt um sigur Gunnar Nelson á Alan Jouban og fórum aðeins yfir þann bardaga og hvað gæti verið framundan. Þrátt fyrir flottan sigur Gunnars voru ýmsir sérfræðingar á því að Gunnar hafi í raun ekki bætt sig mikið síðan hann tapaði fyrir Rick Story en það er nokkuð sem við getum ekki verið sammála.

Þá ræddum við um bardaga Sunnu Rannveigar í Invicta en hún sigraði Mallory Martin í hörðum bardaga á dögunum. Þáttinn má hlusta á hér að neðan eða í hlaðvarpsjónustu iTunes.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular