Í 50. þætti Tappvarpsins komu þeir Halldór Logi Valsson og Ómar Yamak. Þeir Halldór og Ómar fengu svart belti í brasilísku jiu-jitsu á dögunum og ræddu um BJJ á Íslandi, andlega hlutann á keppni og fleira.
Halldór Logi og Ómar Yamak náðu báðir góðum árangri á Mjölni Open um síðustu helgi. Ómar Yamak vann -77 kg flokkinn og Halldór Logi -88 kg flokkinn og opna flokkinn en þetta er í fyrsta sinn sem Halldór vinnur opna flokkinn. Báðir hafa þeir mikinn metnað fyrir brasilísku jiu-jitsu og keppa reglulega erlendis á stórum mótum.