spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTekst Gustafsson að rétta úr kútnum?

Tekst Gustafsson að rétta úr kútnum?

Alexander GustafssonAlexander Gustafsson mætir Jan Blachowicz á UFC bardagakvöldinu í Hamburg í dag. Eftir að hafa barist við þá allra bestu í flokknum tekur Gustafsson tvö skref til baka í von um að komast lengra.

Alexander Gustafsson er meðal þeirra bestu í léttþungavigtinni í dag. Hann hefur þó aðeins unnið einn af síðustu fjórum bardögum sínum. Töpin komu gegn þeim Jon Jones, Anthony Johnson og Daniel Cormier sem eru þeir allra bestu í þyngdarflokkinum.

Núna mætir hann Jan Blachowicz sem er ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC. Þetta er þó mikilvægt skref fyrir Gustafsson. Hann er aðeins að stíga til baka og mætir aðeins auðveldari andstæðingi í von um að byggja sig aftur upp. Það er þó enginn bardagi auðveldur og Gustafsson má ekki vanmeta Blachowicz. Þetta er þó bardagi sem Gustafsson á að vinna.

Sigur gegn Blachowicz og kannski einn annar sigur á topp 10 andstæðingi gæti hjálpað Gustafsson að fá byr undir báða vængi áður en hann tekst á við menn eins og Jones, Johnson og Cormier. Léttþungavigtin er þó ekki með eins sterka áskorendur og veltivigtin eða léttvigtin og því gæti UFC freistast til þess að henda honum aftur í ljónagryfjuna sem fyrst.

Gustafsson þarf þó fyrst að vinna hinn pólska Jan Blachowicz. Blachowivz er stór og sterkur og hefur unnið liðsfélaga Gustafsson, Ilir Latifi. Blachowicz er hættulegur í 1. lotunni en á það til að fjara út þegar líður á bardagann. Blachowicz er hálfgerður „bully“ í búrinu en þegar hlutirnir eru ekki að ganga hjá honum á hann það til að brotna. Ef Gustafsson brýtur Blachowicz niður ætti þetta að vera öruggur sigur hjá Svíanum.

Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á bardagakvöldinu í Hamburg en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular