spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞjálfari Alvarez: Conor myndi vinna Floyd í boxbardaga

Þjálfari Alvarez: Conor myndi vinna Floyd í boxbardaga

Mark Henry, yfirþjálfari Eddie Alvarez, hrósaði Conor McGregor í hástert eftir bardaga Alvarez og Conor McGregor um helgina.

Conor McGregor varð um helgina tvöfaldur meistari í UFC eftir sigur á Eddie Alvarez með tæknilegu rothöggi. Conor kláraði Alvarez í 2. lotu og var bardaginn mjög einhliða en Conor kýldi Alvarez nokkrum sinnum niður í bardaganum.

„Þú getur ekki kennt einhverjum að kýla svona. Þú þarft mjaðmir, vera með sérstaka öxl, með ákveðinn smell í úlnliðnum, það er svo mikil tækni og smáatriði á bakvið svona högg,“ sagði Mark Henry í The Luke Thomas Show á dögunum.

Mark Henry er reyndur þjálfari og hefur unnið með mönnum á borð við Frankie Edgar, Edson Barboza, Chris Weidman og auðvitað Eddie Alvarez. Henry er yfirleitt með fáa bardagamenn á sínum snærum enda vill hann gefa sér mikinn tíma fyrir hvern bardagamnn.

„Ég hafði skoðað myndbönd af honum en að vera svona nálægt og sjá það [höggið] með berum augum var allt annað.“

Mikið hefur verið talað um mögulegan bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor þó fátt sé í spilunum að þeir muni mætast á næstunni. Henry hefur þó trú á að Conor gæti unnið Mayweather í boxbardaga. „Svona er eitthvað sem sést einu sinni á mannsævi eða á hundrað ára fresti. Ég held að Guð hafi blessað þennan mann með þessum eiginleikum og mun ég aldrei sjá það aftur. Fyrir bardagann stórlega efaðist ég um að hann gæti tekið Mayweather, en ég held að hann gæti tekið Mayweather og ég er ekki að grínast.“

„Ég gæti auðveldlega séð hann rota hvern sem er. Hann kann svo vel að lesa fjarlægð. Högg gæti verið einhverjum sjö sentimetrum frá andlitinu hans og hann myndi ekki halla hausnum aftur af því hann veit að höggið mun ekki lenda. Oft hallar hann hausnum aftur og kemur með gagnárás, en ef þú hallar ekki hausnum aftur er höggið enn hraðara og það gerir hann þegar hann veit að höggið [hjá andstæðingnum] mun ekki lenda.“

Conor McGregor kláraði Alvarez með fjögurra högga fléttu og hittu öll höggin beint í mark. „Eins og þessi síðasta flétta sem hann hitti Eddie með. Hann vissi allan tímann hvar hann [Eddie] myndi vera. Það er svo mikið á bakvið það sem hann er að gera. Það sem hann gerir er ótrúlegt.“

Floyd Mayweather lauk boxferlinum með bardagaskorið 49-0 og voru fáir sem náðu að ógna honum. „Mayweather er með frábæra vörn en Conor er svo fjandi nákvæmur. Eddie er ótrúlegur íþróttamaður og reynslubolti, barist víðs vegar um heiminn gegn mörgum heimsmeisturum – Eddie er hreinlega ótrúlegur. En það er svo mikið á bakvið svona högg. Hve nákvæmur Conor er, krafturinn, bara sveiflan. Þegar þú sérð þetta svona nálægt er þetta ennþá glæsilegra.“

Mark Henry er svo sannarlega hrifinn af Conor McGregor. Hann og Alvarez höfðu búið til leikáætlun en eins og Alvarez sagði eftir bardagann fylgdi hann alls ekki planinu.

Viðtalið við Mark Henry má hlusta á að hluta til hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular