spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞjóðsagan Glover Teixeira

Þjóðsagan Glover Teixeira

Glover Teixeira (22 sigrar, 2 töp) hafði árum saman verið talinn einn besti MMA bardagamaður í heimi sem keppti ekki í UFC. Hæfileikar hans eru óumdeildir en nafn hans hefur lengi verið sveipað dulúð og vakið óttablandna virðingu. Lítum nánar á kappann.

Vandamál í tengslum við vegabréfsáritun hélt honum frá Bandaríkjunum en nú er hann kominn, búinn að sigra fimm UFC bardaga í röð og skorar á meistarann Jon Jones næsta laugardag.

glover-ingrid peterson
Teixeira og konan hans Ingrid Peterson

Teixeira fæddist árið 1979 í smábæ í Brasilíu þar sem fjölskylda hans bjó við talsverða fátækt. Hann flutti árið 1999 til Connecticut í Bandaríkjunum þar sem hann kynntist tilvonandi eiginkonu sinni Ingrid Peterson. Teixeira byrjaði seint í bardagaþjálfun en það sem kveikti í honum var upphaflega Mike Tyson, Bruce Lee og svo síðar fyrstu UFC kvöldin. Í kjölfarið fékk hann áhuga á jiu-jitsu og MMA. Teixeira er með svart belt í jiu-jitsu sem hann fékk undir handleiðslu Luigi Mondelli sem er yfirþjálfari American Top Tem í Connecticut. Eftir bardaga í WEC fékk hann boð frá virtum þjálfara, John Hackleman, um að koma til Kaliforníu og æfa í hinum fræga æfingasal The Pit með köppum á borð við Chuck Liddell.

glover_com_john_hackleman_e_chuck_liddell
Teixeira, Hackleman og Liddell

Í dag hefur Teixeira unnið 20 bardaga í röð, af þeim kláraði hann 18. Glover er höggþungur en einnig banvænn á gólfinu. Við förum hér stuttlega yfir 5 bestu sigra hans á ferlinum:

5. Ricco Rodriguez (53 sigrar, 21 töp)
Ricco Rodriguez er fyrrverandi UFC meistari í þungavigt. Þegar hann barðist við Teixeira var hann kominn yfir sitt besta en var engu að síður mjög hættulegur. Teixeira gekk frá honum á innan við tveimur mínútum.

4. Rameau Thierry Sokoudjou
Í hans sjöunda bardaga mætti Teixeira Sokoudjou sem er mikill júdó meistari og hefur barist við marga af þeim berstu. Það tók Teixeira 91 sekúndu að klára Sokoudjou með höggum. Þess má geta að í hans næstu tveimur bardögum sigraði Sokoudjou bæði Antônio Rogério Nogueira (Lil Nog) og Ricardo Arona.

Glover_Teixeira_vs._Rameau_Thierry_Sokoudjou___WEC_24_

3. James Te Huna
Teixeira fékk að spreyta sig á móti ungum Ástrala á uppleið í UFC 160. Te Huna reyndist ekki erfiður fyrir Teixeira en það tók tæpar þrjár mínútur að afgreiða hann með “guillotine” hengingu sem var valið uppgjafartak kvöldsins.

2. Quinton Jackson
Bardaginn við Quinton Jackson var bundinn tilfinningum þar sem Jackson hafði sigrað vin Teixeira, Chuck Liddell, í tvígang. Þetta var hörku bardagi en Teixeira réði ferðinni og sigraði örugglega á stigum.

glover-teixeira-rampage-jackson

1. Ryan Bader
Bardaginn á móti Bader var síðasti bardagi Teixeira fyrir bardagann um næstu helgi á móti Jones. Bardaginn fór fram í heimalandi Teixeira, Brasilíu. Í bardaganum náði Bader að vanka Teixeira með höggum en hann sýndi mikla hörku og kom til baka af krafti. Teixeira þurfti á sigri að halda á móti topp tíu andstæðingi í UFC og hann fékk það með rothöggi í fyrstu lotu sem var valið rothögg kvöldsins.

Glover-vs-bader

Það verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á móti Jon Jones. Hér má annars sjá stutt viðtal við kappann tekið fyrir nokkrum dögum af Miami Herald:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular