Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaDaniel Cormier mætir Dan Henderson á UFC 173

Daniel Cormier mætir Dan Henderson á UFC 173

CormierUFC tilkynnti fyrr í dag að fyrrum Strikeforce og Pride meistarinn Dan Henderson muni takast á við Strikeforce þungavigtarmeistarann Daniel Cormier í bardaga í léttþungavigt.

Bardaginn verður næst síðasti bardaginn á UFC 173 þar sem bantamvigtarmeistarinn Renan Barao ver titil sinn gegn T.J. Dillashaw.

Daniel Cormier sigraði seinast Patrick Cummins auðveldlega og Dan Henderson rotaði Shogun Rua í þriðju lotu í bardaga þar sem báðir keppendur voru nálægt því að sigra. Henderson hafði hins vegar tapað seinustu þrem bardögum á undan og ef hann tapar gegn Cormier gæti hann hugsanlega lagt hanskana á hilluna eða verið leystur undan samningi sínum við UFC.

Sigurvegari bardagans fer aftast í röðina til þess að skora á UFC léttþungavigtar meistarann Jon Jones. Svíanum Alexander Gustafsson og Brasilíumanninum Glover Texeira hefur þó verið lofuð atlögu að titlinum. Sá síðarnefndi tekst á við Jones nú á laugardaginn.

Er einhver í léttþungavigt sem getur sigrað Jon Jones?

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular