Fjórtán Muay Thai bardagar fara fram í Svíþjóð í kvöld en þar á meðal er Íslendingurinn Þórður Bjarkar Árelíusson frá VBC MMA. Mótið fer fram í Slagskeppet sem er elsti starfandi Muay Thai klúbburinn í Svíþjóð.
Þórður mun keppa sinn annan bardaga í B-flokki þar sem eru engar hlífar en það er ekki leyfilegt að nota olnboga né hné í höfuð.
Þórður fer á móti Finnanum Timo Venäläinen frá LTBC sem er verðugur andstæðingur og er einnig mun reyndari en Þórður með um 15 bardaga á bakinu. Hægt er að fylgjast með gang mála á Facebook síðu VBC MMA.
Keppt verður einnig í einum atvinnumannabardaga. Þar takast á Jafar ‘Lastbil’ Mukri frá VBC og Jussi Santalathi frá TUTBC.