spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞórður Bjarkar með rothögg í 3. lotu í Svíþjóð

Þórður Bjarkar með rothögg í 3. lotu í Svíþjóð

VBC sendi frá sér tvo keppendur á West Coast Battle 9 bardagakvöldið í Muay Thai í dag. Sigur eftir rothögg og tap eftir dómaraúrskurð er niðurstaða dagsins í Svíþjóð.

Þeir Þórður Bjarkar og Adrian Drążkiewicz kepptu á mótinu í dag en bardagarnir fóru fram undir Semi-Pro reglum en undir þeim reglum eru olnbogar og hné í haus leyfileg.

Þórður Bjarkar mætti Teo Sittirak (6-1 fyrir bardagann) frá 5-Star í Svíþjóð. Um hörku viðureign var að ræða en eftir snúnings hælspark frá Þórði í skrokkinn var Sittirak ófær um að halda áfram. Sittirak hné niður eftir sparkið og sigraði Þórður því eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu. Glæsilegt spark frá Þórði sem smellhitti.

Adrian Drążkiewicz var að keppa sinn fyrsta bardaga undir Semi-Pro reglum og þurfti að sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun.

Adrian, Kjartan Valur (þjálfari) og Þórður Bjarkar.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular