spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞriðjudagsglíman: Ómar Yamak brýtur niður glímu Abraham Marte gegn Lucas Lepri

Þriðjudagsglíman: Ómar Yamak brýtur niður glímu Abraham Marte gegn Lucas Lepri

Ómar Yamak
Ómar Yamak á Mjölnir Open 9

Þriðjudagsglíman hefur verið fastur liður hjá okkur frá byrjun en við ætlum aðeins að brjóta út af vananum í þetta sinn. Við fengum Ómar Yamak, fjólublábelting í BJJ og mikinn BJJ speking, til að brjóta niður glímu Abraham Marte gegn Lucas Lepri.

Glíman fór fram á Worlds Abu Dhabi Trials á þessu ári. Abraham Marte og Lucas Lepri eru báðir svart belti í BJJ. Í myndbandinu hér að neðan fer Ómar yfir sweepið hjá Abraham Marte.

Ómar Yamak fer einnig yfir alla glímuna og má sjá það hér að neðan.

00:16-00:35 Sweep frá Abraham: Þegar Lucas Lepri posture-ar upp þá kemur Abraham einnig upp og faðmar löppina dúpt með vinstri hendi og kemur sér á hlið, næst þræðir hann fjærkarga til vinstri handar á sama tíma grípur hann í hálskraga með hægri hönd. Næsta skref er að koma sér á hægri hlið og ná þyngd Lepris fram, á sama tíma togar hann hálskragann niður og sópar með vinstri löpp sem tengist fjær mjöðm.

1:28-1:48 Sweep frá Lucas Lepri: Gripin hjá Lepri eru krosskragi og sameside sleave, út frá þessum gripum skiptir hann fótastöðunni í De La Riva krók (vinstri fótur) og hinn fóturinn vinnur sem butterfly krókur. Næst skitptir Lepri sameside sleave gripinu í grip neðarlega á buxur Abrahams og De La Riva krókurinn breytist í shin-to-shin krók. Frá þessum krókum og gripum togar hann þyngd Abrahams yfir sig og þegar Abraham fer með þyngd sína til baka notar Lepri það momentum til að standa upp og lyftir fæti Abrahams upp á sama tíma og hann togar kragann niður.

1:48-2:06: Framhald af þessu sweepi, gaman að sjá hvað Lepri er relentless að reyna að passa guardið hjá Abraham.

3:16- 3:50: Lucas Lepri pass: Lepri er í góðri kneeslide stöðu með sitt hægra hné yfir læri Abrahams og vinstri fót póstaðan út. Næst tekur hann djúpt crossface sem stoppar Abraham til að snúa inni í hann eða fara undir hann. Síðan blokkar hann mjaðmir Abrahams með underhook á vinstra læri Abrahams. (sést illa á myndbandi en kemur betur í ljós þegar hann er komin í sidecontrol). Einnig gaman að sjá hvað Lepri er fáranlega þolinmóður í þessari stöðu og næstum dettur í sidecontrol.

4:06-4:12: Lucas Lepri Near Side armbar: Lucas Lepri fer úr sidecontol í kneeride á sama tíma lyftist nær olnbogi Abrahams upp og það gefur Lepri tækifæri á að grípa hendina og renna kneeride hnénu upp í handarkrika Abrahams og stígur yfir hausinn og klárar.

Glímuna í heild má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular