spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrír Mjölnismenn keppa í MMA þann 20. september

Þrír Mjölnismenn keppa í MMA þann 20. september

Mjölnismennirnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson keppa allir á Shinobi War III bardagakvöldinu sem fram fer í Wales þann 20. september. Bjarki Þór mun berjast um léttvigtarbelti Shinobi MMA FC.

Bjarni Kristjánsson (0-1) mætir Amadeusz Arczewski (2-1) í millivigtarbardaga. Bjarni tók sinn fyrsta bardaga í maí í fyrra þegar hann tapaði fyrir mun reyndari bardagakappa eftir að upprunalegi andstæðingurinn hans forfallaðist.

Birgir Örn Tómasson (1-0) mætir heimahetjunni Bobby Pallett (4-0). Birgir Örn er einn fremsti sparkboxari landsins og sigraði sinn fyrsta MMA bardaga í apríl fyrr á þessu ári eftir tæknilegt rothögg. Pallett þykir fær sparkboxari sjálfur en hefur einnig sigrað tvo bardaga eftir uppgjafartök. Bardaginn fer fram í léttvigt.

Bjarki Þór Pálsson (4-1) berst um léttvigtartitil Shinobi MMA gegn Anthony O’Connor (7-0). Bjarki Þór hefur sigrað þrjá bardaga eftir “armbar” og einn eftir dómaraákvörðun. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og verður um afar spennandi bardaga að ræða. Bjarki Þór var í skemmtilegu viðtali við okkur fyrir stuttu þar sem hann ræddi um ofþjálfun og fleira.

Allir bardagar kvöldsins eru áhugamannabardagar. MMA Fréttir mun flytja ykkur frekari fregnir af bardagamönnunum fram að bardögunum.

VIKINGS-451x640

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular